Frá Hagsmunasamtökum heimilanna; Opið bréf um nauðungarsölur.

Málsnúmer 201305076

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 665. fundur - 06.06.2013

Tekið fyrir bréf frá Hagmunasamtökum Heimilanna, sem barst í rafpósti þann 24. maí 2013, þar sem fram kemur m.a. að Hagmunasamtök heimilanna beina þeirri áskorun til sveitarfélaga á landsvísu að hefja sem fyrst aðgerðir til að stemma stigu við heimilisleysi í sveitarfélaginu sem rekja má til skorts á aðgæslu að réttindum neytenda við nauðunarsölur og aðrar fullnustuaðgerðir. Í bréfinu er kynnt ályktun um áskorun til sveitarstjórnar sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna 15. maí s.l.








Lagt fram og vísað til félagsmálaráðs til upplýsingar.

Félagsmálaráð - 172. fundur - 17.09.2013

Tekið fyrir bréf frá Hagsmunasamtökum heimilanna sem barst í rafpósti þann 24. maí 2013, þessu erindi er vísað frá Byggðarráði, 665. fundi ráðsins þann 6. júní 2013. Fram kemur m.a. í bréfinu að Hagsmunasamtök heimilanna beina þeirri áskorun til sveitarfélaga á landsvísu að hefja sem fyrst aðgerðir til að stemma stigu við heimilisleysi í sveitarfélaginu sem rekja má til skorts á aðgæslu að réttinum neytenda við nauðungarsölur og aðrar fullnustuaðgerðir.
Lagt fram til kynningar