Félagsmálaráð

172. fundur 17. september 2013 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Rósa Ragúels Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Hildur Birna Jónsdóttir vék af fundi undir lið 5, trúnaðarmál.
Marinó Þorsteinsson kom á fundinn kl. 8:50

1.Trúnaðarmál 201307012

Málsnúmer 201307012Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók
Frestað

2.Trúnaðarmál - 201309049

Málsnúmer 201309049Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók
samþykkt

3.Trúnaðarmál - 201309041

Málsnúmer 201309041Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók
Hafnað

4.Trúnaðarmál - 201309080

Málsnúmer 201309080Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók
Samþykkt

5.Trúnaðarmál - 201308028

Málsnúmer 201308028Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók
Hafnað

6.Trúnaðarmál- 201309082

Málsnúmer 201309082Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók
Hafnað

7.Trúnaðarmál - 201309081

Málsnúmer 201309081Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók
Samþykkt

8.Opið bréf um nauðungarsölur

Málsnúmer 201305076Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Hagsmunasamtökum heimilanna sem barst í rafpósti þann 24. maí 2013, þessu erindi er vísað frá Byggðarráði, 665. fundi ráðsins þann 6. júní 2013. Fram kemur m.a. í bréfinu að Hagsmunasamtök heimilanna beina þeirri áskorun til sveitarfélaga á landsvísu að hefja sem fyrst aðgerðir til að stemma stigu við heimilisleysi í sveitarfélaginu sem rekja má til skorts á aðgæslu að réttinum neytenda við nauðungarsölur og aðrar fullnustuaðgerðir.
Lagt fram til kynningar

9.Landsfundur jafnréttisnefnda 2013

Málsnúmer 201309060Vakta málsnúmer

Lagt var fram erindi frá Velferðarráðuneytinu frá 14. júní 2013 þar sem kynntur var landsfundur jafnréttisnefnda, sem haldinn verður á Hvolsvelli 27. september n.k.
Nefndarmenn félagsmálaráðs sjá sér ekki fært um að sækja landsfundinn en óska eftir að starfsmenn athugi hvort hægt verði að fá fundinn sem fjarfund.

10.Bæklingur um úrræði vegna heimilisofbeldi

Málsnúmer 201309061Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf frá Velferðarráðuneytinu, frá 5. júlí 2013 þar sem kynntur er bæklingur, sem unninn var fyrir Suðurnesin á vegum Suðurnesjavaktarinnar um úrræði vegna heimilsofbeldis. Bæklingurinn er á íslensku, ensku og pólsku.
Lagt fram til kynningar

11.Mál 6,7 og 25 til umsagnar frá Velferðarráðuneyti

Málsnúmer 201306075Vakta málsnúmer

Lagður var fram rafpóstur frá Nefndarsviði Alþingis frá 26. júní 2013. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar þrjú frumvörp til laga. Það eru:
Frumvarp til laga um almannatryggingar og málefni aldraðra, 25. mál
Frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga (heildarlög), 6. mál
Frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur (heildarlög), 7. mál
Lagt fram til kynningar

12.Fjárhagsáætlun 2014; Ósk um gerð styrktarsamnings til þriggja ára.

Málsnúmer 201309005Vakta málsnúmer

Lagt var fram erindi frá 672. fundi Byggðarráðs Dalvíkurbyggðar frá 5. september 2013. Erindið er frá stjórn Félags eldri borgara, dagsett þann 29. ágúst, þar sem fram kemur beiðni um styrktarsamning til þriggja ára þannig að árlegur styrkur nemi kr. 500.000,- Erindinu er vísað til félagsmálaráðs og menningarráðs til afgreiðslu.
Félagsmálaráð lýsir yfir vilja sínum til að gera styrktarsamning til 3 ára við félag eldri borgara að upphæð 300.000 pr. ár en fjárhagsrammi ársins 2014 rúmar ekki þá upphæð. Þar af leiðandi vísar félagsmálaráð málinu til byggðaráðs.  

13.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309059Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun félagsmálasviðs sem og félagslega íbúðakerfisins.
Einnig voru lögð fram drög að starfsáætlun sviðsins
Félagsmálastjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun og starfsáætlun fyrir málaflokka 02 (félagsþjónustu) og 57 (félagslegar íbúðir) fyrir árið 2014.  Félagsmálaráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur félagsmálastjóra að vinna að áætluninni samkvæmt umræðum á fundinum. 

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Rósa Ragúels Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi