Landbúnaðarráð

95. fundur 12. mars 2015 kl. 08:15 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Hlutverk og starfsemi ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201412078Vakta málsnúmer

Erindi barst frá ungmennaráði Dalvíkurbyggðar um að koma inn á fund Landbúnaðarráðs og kynna sína starfsemi. Tilgangur ungmennaráðs er að þjálfa ungmenni í lýðræðislegum vinnubrögðum og skapa þeim vettvang til að koma á framfæri hagsmunamálum, skoðunum og áherslum ungs fólks á aldrinum 14-20 ára í Dalvíkurbyggð
Landbúnaðarráð þakkar Ungmennaráði fyrir kynninguna og hlakkar til að eiga samstarf við nefndina.
Þrír nefndarmenn þau Eiður Máni Júlíusson,Patrekur Óli Gústafsson og Hugrún Lind Bjarnadóttir úr ungmennaráði kynntu starfsemi ráðsins. Ungmennaráð kom inn á fund kl 08:15 og véku af fundi 08:30.

2.Fundargerðir fjallskiladeilda 2014

Málsnúmer 201409080Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð fjallskiladeildar Svarfdæladeildar frá 31.08.2014
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemd við fundagerðina.

3.Fjallgirðingar 2015

Málsnúmer 201502062Vakta málsnúmer

Til umræðu breytingar á fyrirkomulagi við viðhald fjallgirðinga í Dalvíkurbyggð.
Ákveðið var að fá Ólaf Dýrmundsson ráðunaut til ráðgjafar um breytt fyrirkomulag viðhalds fjallgirðinga, gert er ráð fyrir að fá hann á næsta fund ráðsins.

4.Fjallskil og göngur 2015

Málsnúmer 201503099Vakta málsnúmer

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2015.
Ráðið felur sviðsstjóra að senda út skoðanakönnun á sauðfjárbændur í Dalvíkurbyggð um dagsetningar gangna haustið 2015.

Um er að ræða helgarnar 5.-6. september eða 12.-13. september sem fyrstu göngur.
Freyr Antonsson vék af fundi kl. 09:15

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs