Fjallskil og göngur 2015

Málsnúmer 201503099

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 95. fundur - 12.03.2015

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2015.
Ráðið felur sviðsstjóra að senda út skoðanakönnun á sauðfjárbændur í Dalvíkurbyggð um dagsetningar gangna haustið 2015.

Um er að ræða helgarnar 5.-6. september eða 12.-13. september sem fyrstu göngur.

Landbúnaðarráð - 96. fundur - 09.04.2015

Til umræðu niðurstaða skoðanakönnunar um dagsetningu fyrir fjallskil og göngur haustið 2015
Á 95. fundi landbúnaðarráðs var ákveðið að gera skoðanakönnun meðal sauðfjábænda um dagsetningar gangna og rétta 2015. Um var að ræða fyrstu eða aðra helgi september.

Vilji sauðfjárbænda var afgerandi í þessari skoðanakönnun, en 66 % völdu aðra helgi í september.



Landbúnaðarráð leggur til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 11. til 13. september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar eða um helgina 18. til 20. september.



Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 2. og 3. október.