Landbúnaðarráð

78. fundur 05. desember 2012 kl. 13:00 - 15:30 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ottó B Jakobsson Varaformaður
  • Elín Rósa Ragnarsdóttir Aðalmaður
  • Sveinn Torfason Aðalmaður
  • Daði Valdimarsson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Ingvar Kristinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201210076Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarmálabók.
Lagt fram til kynningar.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201211034Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarmálabók.
Lagt fram til kynningar

3.Gjaldskrá fyrir kattahald 2013

Málsnúmer 201211064Vakta málsnúmer

Í nýsamþykktri samþykkt um kattahald í Dalvíkurbyggð er kveðið á um gjaldskrá fyrir katthald liggja drög að henni fyrir fundinum.
Landbúnaðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá.

4.Breyting á samþykktir um Hunda- og kattahaldi í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201202028Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn vakti athygli á að skoða þyrfti betur 3. tölulið 12. gr.
Landbúnaðarráð samþykkir að fella út framangreindan tölulið breytingu  þá hljóðar 12. gr. með eftirfarandi hætti:

 

Staðir þar sem hundar mega vera lausir.

Heimilt er að sleppa hundum lausum á eftirtöldum stöðum og svæðum:

1.      Á skilgreindum útivistarsvæðum fyrir lausagöngu hunda, t.d. við Bæjarfjall.

2.      Innan hundaheldra girðinga og hundaæfingasvæða, sem merkt eru sem slík og samþykkt hafa verið af heilbrigðisnefnd.

5.Refa- og minkaeyðing.

Málsnúmer 201205094Vakta málsnúmer

Samstarf hefur verið á milli sveitarfélaga um eyðingu minka á undanförnum árum en Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur haldið utanum verkefnið. Til umræðu hefur verið að hvert sveitarfélag komi til með að sjá um "sitt" svæði en endanlega ákvöðun hefur ekki verið tekin um það. Fyrirhugað er AFE haldi sérstakan fund um þetta verkefni í byrjun næsta árs.
Með tilvísun til þess árangurs sem minkaveiðiátakið hefur sýnt þá telur landbúnaðarráð telur eðlilegt að sveitarfélög í Eyjafirði haldi áfram í samstarfi um minkaveiði og njóti handleiðslu AFE. Landbúnaðarráð telur nauðsyn að tekið verði til umræðu sambærilegt veiðiátak til eyðingu á ref.

6.Búfjáreftirlit og forðagæsla.

Málsnúmer 201212011Vakta málsnúmer

Það hefur verið vani að forðagæslumenn fari og kanni heyforða búfjáreigenda í mars í stað fyrr að haustinu þegar heyfengur liggur fyrir.
Landbúnaðarráð samþykkir að fela forðagæslumönnum að hefja sitt eftirlit og að forðagæslu, utan lögbýla, verði lokið eigi síðar er 25. janúar.

7.Gjaldskrá sorphirðu fyrir Dalvíkurbyggð árið 2013.

Málsnúmer 201211062Vakta málsnúmer

Gjaldskrá vegna sorphirðu hefur tekið breytingum og er nú búrekstraraðilum gefinn kostur á að greiða sérstaklega fyrir losun og förgun úrgangs vegna búrekstrar. Einnig er tekur gjaldskráin á förgun dýraleifa.
Gjaldskráin er lögð fram til kynningar.

8.Starfslýsing sviðstjóra

Málsnúmer 201212009Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti drög að starfslýsingu sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ottó B Jakobsson Varaformaður
  • Elín Rósa Ragnarsdóttir Aðalmaður
  • Sveinn Torfason Aðalmaður
  • Daði Valdimarsson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Ingvar Kristinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs