Málsnúmer 202212016Vakta málsnúmer
Við skoðun Heilbrigðiseftirlits norðurlands eystra komu fram athugasemdir við klifurvegginn í Víkurröst.
Í reglugerð nr. 1025/2022 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, viðauka IV, aðrir staðlar eru tilgreindir eftirfarandi staðlar um tilbúin klifurvirki: ÍST EN 12572-1:2017, 12572-2:2017 og 12572-3:2017.
Staðlar þessir voru teknir upp á Íslandi 2017 og með því er gerð sú krafa á rekstaraðila tilbúinna klifurveggja að öryggiskröfum ofangreindra staðla sé framfylgt.
Í stöðlunum koma m.a. fram kröfur um stærð og gerð fallavarnarundirlagas m.t.t. hæðar og gerðar klifurveggja, stærðar og staðsetningar á gripum fyrir hendur og fætur, hæð og gerð klifurveggja m.t.t. búnaðar.
Veggurinn er byggður áður en þessir staðlar eru teknir upp.
Í staðlum ÍST EN nr. 12503-1:2017 og 12503-2:2017 og koma m.a. fram eftirfarandi kröfur til
klifurveggja og fallvarnarundirlags:
· Innan fallrýmis eiga ekki að vera neinar óvarðar hindranir eða brúnir sem gætu valdið
áverkum.
· Fallrými á að vera lárétt og a.m.k. 2 m fyrir framan klifursvæði og 1,5 m út til hvorra hliða.
· Öryggisundirlag á að vera tryggilega fest saman með engum eyðum á milli samskeita og ef yfirborðsefni er yfir dýnum, þá á það að að vera nægilega spennt til að halda öryggisdýnunum saman.
· Öryggisdýnur eiga að vera vottaðar skv. 12503-1: Gymnastic mats, safety requirements.
· Hönnun, uppsetning, prófanir og viðhald eiga að fara eftir staðli ÍST EN 12572-1.
Fallvarnarsvæðið við klifurveggina uppfyllir ekki ofangreindar kröfur sem fram koma í staðli né fallvarnarundirlagið og getur það skapað notendum hættu.
Klifurveggnum hefur því verið lokað.