Íþrótta- og æskulýðsráð

138. fundur 03. maí 2022 kl. 15:30 - 18:00 í félagsheimilinu Árskógi
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Ársreikningar íþróttafélaga 2021

Málsnúmer 202203036Vakta málsnúmer

Íþróttafélög í Dalvíkurbyggð skila árlega inn ársreikningum samkvæmt samningi við Dalvíkurbyggð.
Íþrótta- og æskulýðsráð ræddi stöðu íþróttafélaganna.

2.Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2022

Málsnúmer 202201120Vakta málsnúmer

Undir þessum lið var fundað með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð sem eru með virka starfsemi. Fulltrúarnir mættu á fundinn kl. 16:30 og sátu undir þessum lið til fundarloka.
Eftirfarandi voru mættir
Elín B. Unnarsdóttir: Sundfélagið Rán
Óskar Óskarsson: Skíðafélag Dalvíkur
Lilja Guðnadóttir og Hjörleifur Sveinbjarnarson : Hestamannafélagið Hringur
Helena Ragna Frímannsdóttir: Ungmennafélagið Reynir og Blakfélagið Rimar
Erna Þórey Björnsdóttir: Barna og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS
Jón Haraldur Sölvason og Einar Hafliðason: Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður
Kristinn Björnsson: Meistaraflokkur í knattspyrnu (Dalvík/Reynir)
Marsibil Sigurðardóttir: Golfklúbburinn Hamar
Jónína Guðrún Jónsdóttir: Aðalstjórn UMFS
Þá gerði Magni Óskarsson einnig grein fyrir stöðu fimleikadeildarinnar.

Fulltrúar félaganna fóru yfir rekstur og starfsemi félaganna.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir breytingum á reglum um kjör á íþróttamanni ársins, að nú skuli skila inn tilnefningum eigi síðar en 1. desember ár hvert.
Þá var einnig rætt um yfirfærslu í skráningarkerfið Sportabler, sem er að gerast þessa dagana.
Einnig var rætt um tímasetningu á þessum fundi, það er hvort það henti að halda þennan fund að vori. Voru aðilar á fundinum sammála um að svo væri og verður því þessi samráðsfundur haldinn áfram í maí ár hvert.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi