Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2022

Málsnúmer 202201120

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 136. fundur - 01.02.2022

Rætt var um tímasetningu á árlegum vorfundi íþrótta- og æskulýðsráðs. Einnig þarf að ræða hvort fundur að hausti sé betri kostur. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að vorfundur verði haldinn 3. maí og hvetur nýtt ráð til að taka upp umræðuna um tímasetninguna aftur.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 137. fundur - 08.03.2022

Vorfundur verður haldinn 3. maí nk. Rætt um þau atriði sem þarf að ræða á fundinum. Búið er að óska eftir tillögum frá íþróttafélögunum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 138. fundur - 03.05.2022

Undir þessum lið var fundað með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð sem eru með virka starfsemi. Fulltrúarnir mættu á fundinn kl. 16:30 og sátu undir þessum lið til fundarloka.
Eftirfarandi voru mættir
Elín B. Unnarsdóttir: Sundfélagið Rán
Óskar Óskarsson: Skíðafélag Dalvíkur
Lilja Guðnadóttir og Hjörleifur Sveinbjarnarson : Hestamannafélagið Hringur
Helena Ragna Frímannsdóttir: Ungmennafélagið Reynir og Blakfélagið Rimar
Erna Þórey Björnsdóttir: Barna og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS
Jón Haraldur Sölvason og Einar Hafliðason: Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður
Kristinn Björnsson: Meistaraflokkur í knattspyrnu (Dalvík/Reynir)
Marsibil Sigurðardóttir: Golfklúbburinn Hamar
Jónína Guðrún Jónsdóttir: Aðalstjórn UMFS
Þá gerði Magni Óskarsson einnig grein fyrir stöðu fimleikadeildarinnar.

Fulltrúar félaganna fóru yfir rekstur og starfsemi félaganna.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir breytingum á reglum um kjör á íþróttamanni ársins, að nú skuli skila inn tilnefningum eigi síðar en 1. desember ár hvert.
Þá var einnig rætt um yfirfærslu í skráningarkerfið Sportabler, sem er að gerast þessa dagana.
Einnig var rætt um tímasetningu á þessum fundi, það er hvort það henti að halda þennan fund að vori. Voru aðilar á fundinum sammála um að svo væri og verður því þessi samráðsfundur haldinn áfram í maí ár hvert.