Íþrótta- og æskulýðsráð

130. fundur 04. maí 2021 kl. 08:15 - 09:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhannes Tryggvi Jónsson varamaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 202103014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Jafnréttisstofu dags. 03.03.21 þar sem kynnt eru tvenn ný lög frá Alþingi sem lúta að jafnréttismálum og leysa af hólmi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr,. 10/2008. Nýju lögin eru annars vegar lög um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 og hins vegar lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Sveitarfélög skulu eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar gera áætlun um jafnréttismál og taka til markmiða og aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun, ekki eingöngu vegna kyns heldur jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðana, fötlunar o.s.frv. Ekki er kveðið á um skipun sérstakra jafnréttisnefnda heldur skal sveitarstjórn fela byggðarráði eða annarri fastanefnd sveitarfélagsisns að fara með jafnréttismál.

2.Lýðheilsustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202011044Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð vann í drögum að lýðheilsustefnu. Næsta skref er að kalla eftir hagsmunaaðilum til að rýna þau drög sem búið er að vinna.

Jóhannes Tryggvi fór af fundinum til annarra starfa kl. 9:00.

3.Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2021

Málsnúmer 202105001Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að vorfundi ráðsins með íþróttafélögum verði frestað fram í ágúst. Einnig verði tekið til umræðu á þeim fundi hvort slíkur samráðsfundur sé ekki almennt betri að hausti en vori.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhannes Tryggvi Jónsson varamaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi