Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2021

Málsnúmer 202105001

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 130. fundur - 04.05.2021

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að vorfundi ráðsins með íþróttafélögum verði frestað fram í ágúst. Einnig verði tekið til umræðu á þeim fundi hvort slíkur samráðsfundur sé ekki almennt betri að hausti en vori.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 131. fundur - 07.09.2021

Undir þessum lið var fundað með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð sem eru með virka starfsemi.
Eftirfarandi voru mættir


Felix Rafn Felixson: Meistaraflokkur í knattspyrnu (Dalvík/Reynir)
Erna Þórey Björnsdóttir: Barna og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS
Marsibil Sigurðardóttir: Golfklúbburinn Hamar
Elín B. Unnarsdóttir: Sundfélagið Rán
Marinó Steinn Þorsteinsson og Helena Ragna Frímannsdóttir: Ungmennafélagið Reynir
Lilja Guðnadóttir: Hestamannafélagið Hringur
Hörður Finnbogason og Hjörleifur Einarsson: Skíðafélag Dalvíkur
Jón Haraldur Sölvason: Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður
Þá gerði Magni Óskarsson einnig grein fyrir stöðu fimleikadeildarinnar.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir breytingum á ÆskuRækt. Nú hefur Nóri, sem er kerfið sem keyrir ÆskuRækt Dalvíkurbyggðar, sameinast Sportabler kerfinu. Í framhaldi munu allar skráningar í ÆskuRækt verða í gegnum Sportabler og Nóra kerfið lagt niður. Félögin munu verða sjálfstæðari og munu sjálf setja inn námskeið og fá beinni aðgang að upplýsingum sinna iðkanda.

Fulltrúar félagana fóru yfir rekstur og starfsemi félagana sérstaklega með það í huga að rýna stöðuna í tengslum við Covid undanfarið eitt og hálft ár.