Fræðsluráð

165. fundur 08. júní 2012 kl. 08:15 - 10:15 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Hólmfríður Sigurðardóttir kennsluráðgjafi
Dagskrá
Bergþóra Lárusdóttir boðaði forföll en ekki koma varamaður í hennar stað.

Fundinn sátu eftirtaldir á meðan málefni þeirra skólastigs voru rædd. Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar og Kátakots, Valgerður María Jóhannesdóttir fulltrúi starfsfólks grunnskóla, Þórunn Jónsdóttir fullt

1.Töfraheimar stærðfræðinnar

Málsnúmer 201205109Vakta málsnúmer

&&&Undir þessum lið kom Dóróþea Reimarsdóttir og útskýrði í stuttu máli þróunarverkefnið ,,Töfraheimur stærðfræðinnar" sem unnið hefur verið með í grunn- og leikskólum Dalvíkurbyggðar síðustu tvö ár. Verkefnið hefur gengið vel og fram kom í foreldra- og starfsmannakönnunum í mars sl. að almenn ánægja ríkir með það. Jafnframt eru kennarar ánægðir með þá faglegu styrkingu sem Dóróþea veitir þeim en mikil áhersla er í grunnskólunum  á að nemendur nái betri árangri í stærðfræði. Dóróþea nefndi að að kynna þyrfti verkefnið betur fyrir foreldrum og virkja þá. Undirstaða verkefnisins er skilningur. Því miður fékkst ekki styrkur úr Sprotasjóði né endurmenntunarsjóði til að halda verkefninu áfram en tveggja ára þróunarstarfi er að ljúka. 

Sviðsstjóri fór inn á hversu dýrmætt það er fyrir skólana og sveitarfélagið að Dóróþea sinni verkefninu jafn vel og raun ber vitni.

Ákveðið að Gísli skólastjóri og Dóróþea skoði möguleika á að halda verkefninu áfram og leggi áætlanir sínar fyrir fræðsluráð.

 

Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með verkefnið og styður hugmyndir um að  við skipulag skólastarfsins verði lögð áhersla á að halda verkefninu áfram.

2.Skólanámskrá Grunnskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201111007Vakta málsnúmer

&&Gísli Bjarnason skólastjóri kynnti skólanámskrá Dalvíkurskóla sem nú fer á heimasíðu skólans. Skólanámskráin hefur verið lengi í vinnslu og afar mikilvægt er að hún verði uppfærð reglulega eftir því sem við á. Þar af leiðandi hún tekur einhverjum breytingum árlega auk þess að við hana bætast nýir kaflar. Skólanámskráin birtir áherslur skólans út frá lögum um grunnskóla frá 2008 og nýrri aðalnámskrá frá 2011 og hana á að nota meðal annars til að meta innri og ytri þætti skólastarfsins. Mikilvægt er að hún gefi sem gleggstar upplýsingar um skólastarfið og nýtist nærsamfélaginu sem slík. Skólanámskráin verður uppfærð að skólaárinu 2012-2013 í haust. 

 

Fræðsluráð fagnar því að skólanámskrá Dalvíkurskóla sé komin fram og ætlast til þess að hún verði innleidd og aðlöguð lögum og relgugerðum um skólastarf á markvissan hátt svo að hún þjóni tilgangi sínum sem best.

3.Úttekt á skólamat

Málsnúmer 1109047Vakta málsnúmer

&&Gísli Bjarnason kynnti tillögur Veisluþjónustunnar um úrbætur í mötuneytismálum leik- og grunnskólanna í samræmi við niðurstöður úttektar. Skipulag mötuneytismála í leik- og grunnskólum Akureyrar verður haft til hliðsjónar við úrbætur sem unnið verður eftir í skólum Dalvíkurbyggðar á næsta skólaári. Gústaf Adolf ætlar að koma inn á haustfundi með foreldrum og kynna skipulag sitt og matseðla. Gísli leggur til að matseðlar verði lagðir fyrir skólaráð til umsagnar.   

 

Fræðsluráð þakkar fyrir úrbótaáætlunina og leggur áherslu á að unnið verði eftir henni, strax við upphaf skóla í haust.

4.Grænfáninn

Málsnúmer 201205110Vakta málsnúmer

&Allir leik- og grunnskólar Dalvíkurbyggðar eru nú Grænfánaskólar. Það er einstaklega ánægjulegt að hafa ná þessum árangri og trúverðugt fyrir byggðarlagið í heild sinni þar sem í Dalvíkurbyggð er lögð mikil áhersla á umhverfismál, verndun, flokkun og endurnýtanleg úrræði.

 

Fræðsluráð fagnar þessum áfanga og hvetur skólana til að standa vörð um náðan árangur og leita jafnframt leiða í átt til meiri sjálfbærni sem er einn af grunnþáttum skólastarfs samkvæmt nýrri aðalnámskrá.

5.Skóladagatöl 2012-2013

Málsnúmer 201202005Vakta málsnúmer

&&Gunnþór Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla kynnti skóladagatal skólans og sagði frá starfsáætlun skólans í stuttu máli.

Umræður urðu um fyrirkomulag leikskóladeildar, það er lokun milli jóla og nýárs, vetrarfrí og greiðslur leikskólagjalda. Ennfemur urðu umræður um skóladagatöl almennt og hvaða upplýsingar þau þurfa að gefa. Fram kom að uppbrotsdagar eins og þemadagar ættu helst að vera merktir á skóladagatölum.

Vetrarfrí grunnskóla í Dalvíkurbyggð eru samræmd og eru á sama tíma og vetrarfrí í grunnskólum Akureyrar.   

 

Fræðsluráð samþykkir skóladagatalið eins og það liggur fyrir en það felur í sér að engin kennsla fer fram í skólanum á milli jóla og nýárs og í vetrarfríi. Þessi samþykkt er til reynslu næsta skólaár og verður endurmetin út frá því hvernig þetta mælist fyrir og hvaða árangri þetta skilar skólanum. Fræðsluráð samþykkir jafnframt að veittur verði 3% afsláttur af leikskólagjöldum vegna færri opnunardaga.

6.Skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201205107Vakta málsnúmer

&&Kaldo Kiis skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst 2012.

 

Fræðsluráð og starfsmenn fræðslusviðs þakka Kaldo fyrir samstarfið og störf hans í þágu sveitarfélagsins og felur sviðsstjóra að ganga frá auglýsingu í takt við umræður á fundinum. Jafnframt óskar fræðsluráð eftir að bæjarráð fjalli um umsóknir sem berast ásamt sviðsstjóra og geri umsögn til bæjarstjórnar sbr. 11. grein erindisbréfs fræðsluráðs.

 

7.Siðareglur Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201203046Vakta málsnúmer

&&Drög að siðareglum kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð fylgdu fundarboði og óskað var umsagnar fræðsluráðs.

Umræður urðu um reglurnar.

 

Fræðsluráð samþykkir siðareglurnar fyrir sitt leyti.

8.Önnur mál 2012

Málsnúmer 201201001Vakta málsnúmer

&&a) Þann 31. júlí nk. lætur Gitta Unn Ármannsdóttir af störfum sem leikskólastjóri Leikbæjar.

 

Fræðsluráð og starfsmenn fræðslusviðs þakka Gittu fyrir samstarfið og störf í þágu sveitarfélagsins.

 

b) Ármann Einarsson deildarstjóri tónlistarskólans hefur unnið geisladisk með nemendum leik- og grunnskóla Dalvíkurbyggðar.

 

Fræðsluráð þakkar Ármanni fyrir þetta skemmtilega og vel heppnaða framtak sem vakið hefur verðskuldaða athygli.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Hólmfríður Sigurðardóttir kennsluráðgjafi