Úttekt á skólamat

Málsnúmer 1109047

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 159. fundur - 09.11.2011

&Lögð var fram skýrsla frá fyrirtækinu Sýni vegna úttektar á skólamötuneyti Veisluþjónustunnar. Jafnframt upplýsti Gísli Bjarnason um fund sem hann og Gitta Unn Ármannsdóttir áttu með Veisluþjónustunni

 

Fræðsluráð fagnar því að búið sé að koma á faglegu, reglubundnu mati á skólamötuneytinu og óskar eftir því við skólastjórnendur að þeir fylgi skýrslunni vel eftir.

Fræðsluráð - 165. fundur - 08.06.2012

&&Gísli Bjarnason kynnti tillögur Veisluþjónustunnar um úrbætur í mötuneytismálum leik- og grunnskólanna í samræmi við niðurstöður úttektar. Skipulag mötuneytismála í leik- og grunnskólum Akureyrar verður haft til hliðsjónar við úrbætur sem unnið verður eftir í skólum Dalvíkurbyggðar á næsta skólaári. Gústaf Adolf ætlar að koma inn á haustfundi með foreldrum og kynna skipulag sitt og matseðla. Gísli leggur til að matseðlar verði lagðir fyrir skólaráð til umsagnar.   

 

Fræðsluráð þakkar fyrir úrbótaáætlunina og leggur áherslu á að unnið verði eftir henni, strax við upphaf skóla í haust.