Fræðsluráð

196. fundur 09. september 2015 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Helga Björt Möller fráfarandi kennsluráðgjafi á Fræðslu- og menningarsviði
Dagskrá
Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla sátu fundinn undir liðum 1-3.
Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Káta- og Krílakots sat fundinn undir liðum 1-4.
Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla og Guðríður Sveinsdóttir fulltrúi starfsfólks grunnskóla sátu fundinn undir liðum 1-8.

Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar sat fundinn undir 1.-3. lið frá kl. 8.15-10.15

1.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2016

Málsnúmer 201505138Vakta málsnúmer

Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum lið í fjarfundi.



Með fundarboði fylgdi tillaga sviðsstjóra að skiptingu fjárhagsramma fræðslumála (04). Er tillagan innan samþykkts fjárhagsramma þegar búið er að taka tillit til tilfærslu á ramma vegna verkefna vinnuskóla.



Ramminn er eftirfarandi:



Fræðsluskrifstofa 27.381.000

Fræðsluráð 1.739.000

Stuðningur 8.400.000

Leikskólar á Dalvík 147.864.000

Dagvistun 300.000

Sameiginlegir liðir 200.000

Dalvíkurskóli 356.700.000

Árskógur 84.419.000

Tónlistarskólinn 40.000.000

Frístund 7.648.000

Ferðastyrkur v náms 1.700.000

Umferðarskólinn 90.000

Framhaldsskólar Eyjafjarðar 3.548.000

Námsver 1.280.000

Samtals 681.269.000



Fræðsluráð samþykkir tillögu sviðsstjóra á skiptingu fjárhagsramma eins og hún liggur fyrir.



Stjórnendur kynntu starfs- og fjárhagsáætlun sinnar stofnunar.



Á fundinum lagði Drífa Þórarinsdóttir fram ósk um viðbótarfjárveitingu að upphæð 3.500.000 kr. vegna Krílakots og Kátakots. Ekki reyndist unnt að koma kostnaði vegna launaskriðs og hækkunar á innri leigu innan ramma þrátt fyrir að hagrætt hafi verið eftir mætti.



Drífa Þórarinsdóttir greindi frá því að hún hefði óskað eftir fjárveitingu úr eignarsjóði til búnaðarkaupa vegna nýbyggingar við Krílakot.



Gísli Bjarnason óskar eftir viðbótarfjárveitingu vegna launaþróunar að upphæð 9.000.000 kr. vegna Dalvíkurskóla.

Jafnframt greindi Gísli frá því að hann hefði sent bréf til Eignasjóðs þar sem hann ítrekar beiðni sína að sett verði upp nýtt leiktæki á lóð Dalvíkurskóla og verði heilsuefling höfð að leiðarljósi við val á tækinu.



Magnús Guðmundur Ólafsson óskar eftir fjárveitingu vegna launaþróunar í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar að upphæð 2.500.000 kr. en þrátt fyrir mikla hagræðingu náðist ekki að koma rekstri skólans innan ramma.
Fræðsluráð samþykkir starfs- og fjárhagsáætlanir fræðslumála vegna ársins 2016 sem og 4ra ára áætlanir eins og þær liggja fyrir með fyrirvara um viðbótarfjárveitingar vegna launaskriðs og fleira sem fram kemur í þessum lið.



Fræðsluráð óskar jafnframt eftir því að Eignasjóður taki vel í beiðnir um kaup á nýjum búnaði í Krílakoti og á nýju leiktæki í Dalvíkurskóla.

2.Viðbótarfjárveiting vegna skólaaksturs 2016

Málsnúmer 201509054Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi bréf frá skólastjóra Árskógarskóla, Gunnþóri Eyfjörð Gunnþórssyni þar sem hann óskar eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð 884.000 kr. vegna lengri akstursleiðar skólabíls en gert var ráð fyrir.

Kostnaðarauka vegna ársins 2015 verður reynt að mæta innan ramma.
Fræðsluráð leggur til við byggðaráð að rammi skólans vegna ársins 2016 verði hækkaður um 884.000 kr.

3.Gjaldskrár 2016 - Fræðslu- og menningarsvið

Málsnúmer 201508056Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrárbreytingu frá 1. janúar 2016.



a)Gjaldskrá leikskóla hækkar um 3%

b)Gjaldskrá Frístundar hækkar um 3%

c)Gjaldskrá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar hækkar um 3%

d)Gjaldskrá útleigu á sal Dalvíkurskóla hækkar um 3%. Gjaldskrá á leigu Dalvíkurskóla vegna kosninga hækkar um 13,6% og vegna gistingar í Dalvíkurskóla um 8%.
Fræðsluráð samþykki tillögurnar og vísar breytingum á gjaldskrám 2016 til afgreiðslu sveitarstjórnar.



Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Magnús Guðmundur Ólafsson véku af fundi að þessum lið loknum, kl. 10.15.

4.Þjóðarsáttmáli um læsi

Málsnúmer 201508010Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi undirritaður Þjóðarsáttmáli um læsi ásamt svörum frá verkefnastjóra átaksins við spurningum fræðslusviðs tengdum kostnaði sveitarfélagsins við að uppfylla samninginn. Sveitarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð felur skólastjórnendum að skoða hvort og hvaða breytinga sé þörf á starfsemi skólanna til að uppfylla samninginn. Sé breytinga þörf þurfa skólastjórnendur að greina hvort kostnaður fylgi þeim breytingum og hve hár sá kostnaður er. Greinargerð um breytingar og kostnað þarf að skila fræðsluráði eigi síðar en 28. september næstkomandi.



Fræðsluráð lýsir óánægju sinni með hversu seint var boðað til fundar þar sem skrifað var undir Þjóðarsáttmála um læsi, einungis þremur klukkustundum fyrir fund. Gerði það ráðsmönnum erfitt að vera viðstaddir undirritun.



Drífa Þórarinsdóttir vék af fundi að þessum lið loknum kl. 10.40.

5.Fyrirspurn um undanþágur og fjarvistir í samræmdum könnunarprófum

Málsnúmer 201508064Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Menntamálastofnun, dagsett 24. ágúst 2015: Fyrirspurn um undanþágur og fjarvistir nemenda í Dalvíkurbyggð í samræmdum könnunarprófum.



Í því erindi spurði Menntamálastofnun út í fjarvistir nemenda í Dalvíkurbygggð frá samræmdum prófum haustið 2014.



Dóróþea Reimarsdóttir kennsluráðgjafi gerði fræðsluráði grein fyrir svari fræðslusviðs við bréfinu en svar við erindinu var sent stofnuninni 28. ágúst sl.

6.Skólanámskrár 2015-2016

Málsnúmer 201508035Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla lagði fram uppfærða skólanámskrá Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2015-2016.
Fræðsluráð samþykkir skólanámskrána eins og hún liggur fyrir. Ráðið lýsir sérstakri ánægju með þá vinnu sem átt hefur sér stað í skólanum í tengslum við markmiðssetningu námskrár og kennsluáætlana.



7.Áætlun um spjaldtölvuvæðingu og upplýsingatækni í Dalvíkurskóla.

Málsnúmer 201505143Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.
Guðríður Sveinsdóttir, Valdimar Þór Viðarsson og Gísli Bjarnason véku af fundi að þessum lið loknum kl. 11.25.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201509004Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarmálabók.



Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Helga Björt Möller fráfarandi kennsluráðgjafi á Fræðslu- og menningarsviði