Málsnúmer 201505138Vakta málsnúmer
Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum lið í fjarfundi.
Með fundarboði fylgdi tillaga sviðsstjóra að skiptingu fjárhagsramma fræðslumála (04). Er tillagan innan samþykkts fjárhagsramma þegar búið er að taka tillit til tilfærslu á ramma vegna verkefna vinnuskóla.
Ramminn er eftirfarandi:
Fræðsluskrifstofa 27.381.000
Fræðsluráð 1.739.000
Stuðningur 8.400.000
Leikskólar á Dalvík 147.864.000
Dagvistun 300.000
Sameiginlegir liðir 200.000
Dalvíkurskóli 356.700.000
Árskógur 84.419.000
Tónlistarskólinn 40.000.000
Frístund 7.648.000
Ferðastyrkur v náms 1.700.000
Umferðarskólinn 90.000
Framhaldsskólar Eyjafjarðar 3.548.000
Námsver 1.280.000
Samtals 681.269.000
Fræðsluráð samþykkir tillögu sviðsstjóra á skiptingu fjárhagsramma eins og hún liggur fyrir.
Stjórnendur kynntu starfs- og fjárhagsáætlun sinnar stofnunar.
Á fundinum lagði Drífa Þórarinsdóttir fram ósk um viðbótarfjárveitingu að upphæð 3.500.000 kr. vegna Krílakots og Kátakots. Ekki reyndist unnt að koma kostnaði vegna launaskriðs og hækkunar á innri leigu innan ramma þrátt fyrir að hagrætt hafi verið eftir mætti.
Drífa Þórarinsdóttir greindi frá því að hún hefði óskað eftir fjárveitingu úr eignarsjóði til búnaðarkaupa vegna nýbyggingar við Krílakot.
Gísli Bjarnason óskar eftir viðbótarfjárveitingu vegna launaþróunar að upphæð 9.000.000 kr. vegna Dalvíkurskóla.
Jafnframt greindi Gísli frá því að hann hefði sent bréf til Eignasjóðs þar sem hann ítrekar beiðni sína að sett verði upp nýtt leiktæki á lóð Dalvíkurskóla og verði heilsuefling höfð að leiðarljósi við val á tækinu.
Magnús Guðmundur Ólafsson óskar eftir fjárveitingu vegna launaþróunar í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar að upphæð 2.500.000 kr. en þrátt fyrir mikla hagræðingu náðist ekki að koma rekstri skólans innan ramma.
Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Káta- og Krílakots sat fundinn undir liðum 1-4.
Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla og Guðríður Sveinsdóttir fulltrúi starfsfólks grunnskóla sátu fundinn undir liðum 1-8.
Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar sat fundinn undir 1.-3. lið frá kl. 8.15-10.15