Fyrirspurn um undanþágur og fjarvistir í samræmdum könnunarprófum

Málsnúmer 201508064

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 196. fundur - 09.09.2015

Tekið var fyrir erindi frá Menntamálastofnun, dagsett 24. ágúst 2015: Fyrirspurn um undanþágur og fjarvistir nemenda í Dalvíkurbyggð í samræmdum könnunarprófum.



Í því erindi spurði Menntamálastofnun út í fjarvistir nemenda í Dalvíkurbygggð frá samræmdum prófum haustið 2014.



Dóróþea Reimarsdóttir kennsluráðgjafi gerði fræðsluráði grein fyrir svari fræðslusviðs við bréfinu en svar við erindinu var sent stofnuninni 28. ágúst sl.