Fræðsluráð

167. fundur 10. október 2012 kl. 08:15 - 10:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Hólmfríður G Sigurðardóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Hólmfríður Sigurðardóttir kennsluráðgjafi
Dagskrá

1.Skólabyrjun 2012

Málsnúmer 201208012Vakta málsnúmer

Skólastjórnendur Dalvíkurbyggðar sögðu frá skólabyrjun skóla sinna í haust. a) Dalvíkurskóli Gísli Bjarnason sagði að hann hefði átt von á brattari skólabyrjun en raun varð á. Starfsfólk skólans fór í velheppnaða ferð til Finnlands og því biðu  mörg verkefni þegar heim var komið en allt hefur gengið vonum framar.  Tekist er á við ýmis ný verkefni. Unnið er áfram með Uppbyggingarstefnuna og Byrjendalæsið og innleiðing nýrrar stefnu, Orð af orði sem allir kennarar taka þátt í. Unnið er áfram með Grænafánann og nú er hafið Comeniusarsamstarf við sex Evrópulönd um umhverfismál.  b) KrílakotDrífa Þórarinsdóttir skólastjóri sagði skólastarf hafa farið vel af stað. Nokkrar breytingar hafa orðið á dagskipulagi skólans. Mikil ánægja er með skólalóðina og að framkvæmdum við hana sé að ljúka. Unnið verður áfram í vetur að því að viðhalda Grænfánanum og er áhersla á að nýta útisvæðið. Mörg börn í Krílakoti eru með annað móðurmál en íslensku og er sérstök áhersla á málörvun þeirra. Jafnframt var upplýst um þróunarverkefni sem er að fara að stað í samvinnu við fræðsluskrifstofu með gerð sögupoka sem einnig er málörvandi verkefni. c) ÁrskógarskóliGunnþór Gunnþórsson skólastjóri sagði starfið hafa gengið framar björtustu vonum. Hann sagði tímann hafa farið í að sameina skólastigin tvö og máta sig í nýju húsnæði. Þar kæmi allt vel út. Skólastigunum er blandað saman eftir því sem hægt er og það gengur mjög vel. Helst vantar tíma til að undirbúa betur stærri verkefni með aldursblöndun í huga. Verið er að stofna ráð og nefndir við skólann og eru nefndir sameiginlegar eftir því sem hægt er. Meðal þess sem verið er að vinna með er Uppbyggingarstefnan, Grænfáninn og Byrjendalæsi. Flestöll börnin eru í mat og það gengur allt vel. Tónlistarskólinn kemur einnig vel inn í starfið. Það sem vantar þó áþreifanlega er skólavænt útileiksvæði  og eru foreldrar farnir að þrýsta á þar um.   Fræðsluráð tekur undir mikilvægi þess að unnið sé að skipulagningu og frágangi lóðar hið fyrsta. d) Kátakot Gísli Bjarnason skólastjóri sagði að vel gengi þrátt fyrir nokkur veikindi starfsfólks. Hann sagði starfsfólk finna fyrir því að vinna í tveimur húsum en væri samt sátt. Innleiðing Uppbyggingarstefnunnar gengur vel. Lagfæringar á lóð skólans í sumar kemur vel út. Umræður urðu um lagfæringar á húsnæði og nauðsyn þess að hugsa það fram í tímann hvernig staðið verði að húsnæðismálum leikskólans og lóðar þá sömuleiðis.  e) Tónlistarskóli Ármann Einarsson skólastjóri sagði að allt gengi vel. Farið er rólega en örugglega af stað og nú er verið er að vinna einstaklingsnámskrár fyrir alla nemendur. Nemendur eru 95 alls.

2.Skólanámskrár 2012-2013

Málsnúmer 201208010Vakta málsnúmer

Skólastjórnendur kynntu og sögðu frá skólanámskrám skóla sinna og helstu áhersluþáttum skólanna starfsárið 2012 - 2013. a) KátakotGísli Bjarnason skólastjóri sagði að uppfærslur skólanámskráarinnar fylgdu þeim breytingum sem nýjar áherslur, eins og til dæmis grunnþættir menntunar gerðu ráð fyrir. Fræðsluráð samþykkir skólanámskrána eins og hún liggur fyrir.  b) KrílakotDrífa Þórarinsdóttir sagði helstu breytingar á uppfærslu skólanámskráarinnar tengjast nýjum grunnþáttum menntunar. Tekin voru út mörg fræðileg innskot og í staðinn sett hvað verið væri að gera í Krílakoti. Drífa vill að málvenjan í Krílakoti festist í sessi. Fræðsluráð samþykkir skólanámskrána eins og hún liggur fyrir.  c) Árskógarskóli Gunnþór Gunnþórsson sagði að starfsfólk skólans hafi það að markmiði að skólanámskráin verði tilbúin í júní næsta ár. Mikil vinna er í því að vinna sameiginlega kafla fyrir skólastigin og sjá hvenig best er að koma henni fyrir á heimasíðu.  Fræðsluráð leggur áherslu á að skólanámskráin verði fullgerð vorið 2013 en fagnar því sem komið er. d) DalvíkurskóliGísli Bjarnason skólastjóri sagði frá helstu breytingum á skólanámskránni frá því sl. vor. Bætt var við ýmislegt, til dæmis Orð af orði og foreldrakaflann og annað tekið út, svo sem um teymisvinnu kennara, talað um samstarf kennara í staðinn. Mikil vinna var við bekkjarnámskrár vegna innleiðingar grunnþáttanna.  Hildur Ösp lagði áherslu á að vinna með mat skólans sem tekið verður fyrir í Fræðsluráði í nóvember og að skólanámskrá yrði uppfærð í júní fyrir næsta skólaár. Fræðsluráð samþykkir skólanámskrána eins og hún liggur fyrir.  e) TónlistarskóliÁrmann Einarsson skólastjóri sagðist fara rólega í breytingar en þær gerðust gerðust jafnt og þétt. Verið er að huga að ýmsum breytingum sem nýta betur tíma nemenda og kennara.    Fræðsluráð samþykkir skólanámskrána eins og hún liggur fyrir.   

3.Námsferðir 2012

Málsnúmer 201210016Vakta málsnúmer

a)  Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla sagði frá ferð sinni með starfsmönnum Dalvíkurskóla til Finnlands. Starfsmenn skiptust í hópa og farið var í heimsóknir í fjölmenna og fámenna skóla, setið í kennslustundum, spjallað við kennara og skólastjórnendur og aðstaða skoðuð. Einnig voru upplýsingafundir um finnska skólakerfið hjá forsvarsmönnum skólamála í sveitarfélaginu (Borgo).

Gísli sagði einnig frá Comeniusarverkefni sem Dalvíkurskóli tekur þátt í með sex öðrum evrópskum skólum. Viðfangsefni verkefnisins snýst um umhverfismál.

 

b) Ármann Einarsson skólastjóri Tónlistarskólans sagði frá ferð sinni með starfsmönnum Tónlistarskólans til Eistlands. Kaldo fyrrverandi skólastjóri skipulagði ferðina og starfsmennirnir heimsóttu tvo tónlistarskóla og listaskóla. Þeir hittu þar starfsmenn og ræddu um störf þeirra og aðstæður. Skólarnir eru mjög ólíkir þeim tónlistarskólum sem við þekkjum, til dæmis eru þar mjög ströng inntökupróf og miklar kröfur. Það sem skildi mest eftir sig í þessari ferð voru samverustundir starfsmanna og samræður um starfið.

 

c)    Hildur Ösp Gylfadóttir sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs sagði frá ferð sinni til Skotlands með starfsmönnum skólaskrifstofa. Tilgangur ferðarinnar var að skoða og kynnast skoska skólakerfinu, fara í skólaheimsóknir, á fyrirlestra og á stóra námsgagnasýningu. Hildur Ösp sagði eins og Ármann, að það sem upp úr stæði eftir ferðina væru gefandi samræður ferðafélaga um skólamál. Við þá sköpuðust einnig tengsl sem nýtast vel þegar heim er komið.

d)  Drífa Þórarinsdóttir sagði frá ferð starfsmanna Krílakots til London á vordögum. Markmið ferðarinnar var að kynnast framsæknu skólastarfi, fjölbreytni í mannlífi og skólastarfi, lýðræðishugsun og dýpka sig í hugmyndafræði þeirra skóla sem heimsóttir voru og ekki síst að efla starfsanda og þjappa hópnum saman. Heimsóttir voru ungbarnaskólar, skólar sem leggja áherslu á hollt mataræði og heilbrigða lífshætti og hafa að geyma reynslu er varðar fjölmenningarlegt skólastarf. Í Krílakoti eru um 28% barna af erlendum uppruna og frá 8 þjóðum. Ferðin var frábær í alla staði og eftir situr reynsla og þekking sem á eftir að nýtast öllum að einhverju leyti við leik og störf.

 

4.Skóladagatöl 2012-2013

Málsnúmer 201202005Vakta málsnúmer

Ármann Einarsson skólastjóri Tónlistarskólans sagði frá breytingum á skóladagatali Tónlistarskólans. Færa þarf jólatónleika skólans í Bergi til 8. og 9. desember í stað 1. og 2. desember. Ástæðan er að tveir af kennurum skólans eru hljóðfæraleikarar í Sinfoníuhljómsveit Norðurlands og bókaðir þar á þessum tíma. 

 

Fræðsluráð samþykkir breytingu á skóladagatali.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Hólmfríður G Sigurðardóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Hólmfríður Sigurðardóttir kennsluráðgjafi