- Þjónusta
- Myndasafn
- Fjölskyldan
- Menntun
- Hafnir
- Íþróttir og tómstundarstarf
- Endurvinnsla
- Umhverfi
- Skipulags- og byggingarmál
- Dýrahald í Dalvíkurbyggð.
- Veitur og hafnir
- Stjórnsýsla
- Stjórnkerfi
- Svið
- Fjármál og rafræn stjórnsýsla
- Ársreikningur
- Fjárhagsáætlun
- Þjónustugátt
- Gjaldskrár
- Eyðublöð
- Ábendingar
- Álestur hitaveitu
- Beiðni um aðgang að upplýsinum hjá Dalvíkurbyggð
- Leyfi til búfjárhalds
- Umsókn um starf tilumsjónarmanns/persónulegs ráðgjafa
- Niðurgreiðsla dagmæðra
- Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
- Umsókn um tímabundna leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags
- Leyfi til götusölu eða útimarkaðar
- Byggingafulltrúi-ýmis eyðublöð
- Hvernig gerum við gott samfélag betra?
- Hádegismatur og mjólkuráskrift í Dalvíkurskóla
- Umsókn um að gerast stuðningsforeldri
- Leiðbeiningar um söfnun undirskrifta
- Opið bókhald
- Mannauður
- Mannlíf
- Spurt og svarað
- Hafnir
- Þátttaka íbúa
- Fréttir og tilkynningar
- Stjórn leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses
- Fréttir og tilkynningar
- Barnaverndarnefnd
- Gögn vegna Selárlands
- Dalvíkurbyggð
- Aðdragandi farsældarlaganna
- Aðdragandi farsældarlaganna
- Öldungaráð
- Öldungaráð
- Yfirkjörstjórn
a) Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla sagði frá ferð sinni með starfsmönnum Dalvíkurskóla til Finnlands. Starfsmenn skiptust í hópa og farið var í heimsóknir í fjölmenna og fámenna skóla, setið í kennslustundum, spjallað við kennara og skólastjórnendur og aðstaða skoðuð. Einnig voru upplýsingafundir um finnska skólakerfið hjá forsvarsmönnum skólamála í sveitarfélaginu (Borgo).
Gísli sagði einnig frá Comeniusarverkefni sem Dalvíkurskóli tekur þátt í með sex öðrum evrópskum skólum. Viðfangsefni verkefnisins snýst um umhverfismál.
b) Ármann Einarsson skólastjóri Tónlistarskólans sagði frá ferð sinni með starfsmönnum Tónlistarskólans til Eistlands. Kaldo fyrrverandi skólastjóri skipulagði ferðina og starfsmennirnir heimsóttu tvo tónlistarskóla og listaskóla. Þeir hittu þar starfsmenn og ræddu um störf þeirra og aðstæður. Skólarnir eru mjög ólíkir þeim tónlistarskólum sem við þekkjum, til dæmis eru þar mjög ströng inntökupróf og miklar kröfur. Það sem skildi mest eftir sig í þessari ferð voru samverustundir starfsmanna og samræður um starfið.
c) Hildur Ösp Gylfadóttir sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs sagði frá ferð sinni til Skotlands með starfsmönnum skólaskrifstofa. Tilgangur ferðarinnar var að skoða og kynnast skoska skólakerfinu, fara í skólaheimsóknir, á fyrirlestra og á stóra námsgagnasýningu. Hildur Ösp sagði eins og Ármann, að það sem upp úr stæði eftir ferðina væru gefandi samræður ferðafélaga um skólamál. Við þá sköpuðust einnig tengsl sem nýtast vel þegar heim er komið.
d) Drífa Þórarinsdóttir sagði frá ferð starfsmanna Krílakots til London á vordögum. Markmið ferðarinnar var að kynnast framsæknu skólastarfi, fjölbreytni í mannlífi og skólastarfi, lýðræðishugsun og dýpka sig í hugmyndafræði þeirra skóla sem heimsóttir voru og ekki síst að efla starfsanda og þjappa hópnum saman. Heimsóttir voru ungbarnaskólar, skólar sem leggja áherslu á hollt mataræði og heilbrigða lífshætti og hafa að geyma reynslu er varðar fjölmenningarlegt skólastarf. Í Krílakoti eru um 28% barna af erlendum uppruna og frá 8 þjóðum. Ferðin var frábær í alla staði og eftir situr reynsla og þekking sem á eftir að nýtast öllum að einhverju leyti við leik og störf.