Fræðsluráð

180. fundur 26. mars 2014 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla sat fundinn undir málefnum leik- og grunnskóla. Björn Gunnlaugsson skólastjóri Dalvíkurskóla sat fundinn undir málefnum grunnskóla. Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Káta- og Krílakots sat fundinn undir málefnum leikskóla. Magnús Guðmundur Ólafsso

1.Grænfánaflöggun 2014

Málsnúmer 201402051Vakta málsnúmer

Upplýst var um að þann 28. maí næstkomandi ætli leik- og grunnskólar sveitarfélagsins að flagga Grænfánanum í annað sinn. Nýlega kom fulltrúi frá Landvernd í heimsókn í skólana og tók út þá vinnu sem unnin hefur verið í verkefninu síðustu 2 ár, skólarnir komu vel út úr þeirri úttekt.

2.Skólanámskrár 2013-2014

Málsnúmer 201305084Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi skólanámskrá Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2013-2014. Helstu breytingar eru meiri áhersla á samkennslu og upplýsingatækni, aukin umfjöllun er um innra mat skólans.

Fræðsluráð samþykkir skólanámskrá Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2013-2014.

3.Skólabúðir 7. bekkjar

Málsnúmer 201312034Vakta málsnúmer

Björn Gunnlaugsson skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir kostnað og ýmsa þætti í tengslum við skólabúðir 7. bekkjar, annars vegar á Reykjum í Hrútafirði og hins vegar Húsabakka í Svarfaðardal. Ákveðið var að kanna hug foreldra sem fyrst varðandi þessa tvo valkosti.

4.Teymiskennsla

Málsnúmer 201403171Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi áætlun um innleiðingu teymiskennslu í Dalvíkurskóla á næsta skólaári. Björn Gunnlaugsson skólastjóri Dalvíkurskóla greindi frá fyrirhugaðri teymiskennslu sem aukin áhersla verður lögð á í skólanum næsta vetur. Hann fór yfir faglegar, skipulagslegar og fjárhagslegar forsendur og fjallaði um hvernig innleiðingunni verður fylgt úr hlaði. Farið var yfir mikilvægi fræðslu, stuðnings við kennara sem og að verkgreinakennarar auki einnig samstarf sitt.

5.Umsókn um leikskólavist - undanþága

Málsnúmer 201308037Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir bréf frá Jónasi Þór Leifssyni og Lindu Kristinu Andersson, dagsett 25. febrúar 2014. Í bréfinu er óskað eftir framlengingu á undanþágu á innritunarreglum leikskóla vegna leikskólavistar barns þeirra.
Þann 11. september 2013 bókaði fræðsluráð eftirfarandi:

Fræðsluráð samþykkir að gera tímabundna undanþágu á innritunareglum leikskóla Dalvíkurbyggðar og heimilar barninu að sækja leikskóla í Árskógi til 1. maí 2014. Óski foreldrar eftir leikskólavist fyrir barnið lengur en þessari undanþágu nemur þurfa þau að flytja lögheimili barnsins í sveitarfélagið.
Þessi undanþága er veitt ekki síst á þeim forsendum að svigrúm er til að veita barninu vist í skólnum án þess að bæta við starfsmanni.


Fræðsluráð stendur við fyrri bókun og hafnar því erindinu. Óski foreldrar eftir áframhaldandi leikskólavist fyrir barnið þurfa þeir annað hvort að færa lögheimili barnsins í sveitarfélagið eða að semja um fulla greiðslu sem nemur kostnaði við leikskólavistina.

6.Upplýsingar frá tónlistarskólanum

Málsnúmer 201403173Vakta málsnúmer

Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar greindi frá ýmsum þáttum úr starfi tónlistarskólans á síðustu mánuðum. Hann talaði um góðan árangur nemenda skólans á Nótunni, hugmyndir um auknar áherslur á samspil, hugmyndir um próf í lok vetrar, samstarf við Dalvíkurskóla, búnað fyrir hljóðupptökur sem keyptur var nýlega og fleira. Eins ræddi Magnús um tónfræðikennslu og þá vöntun sem verið hefur á henni í skólanum þar sem próf nemenda eru ekki metin í öðrum skólum nema þeir hafi tónfræði með. Hann reifaði hugmyndir sem hann hefur til að koma tónfræðikennslunni í farveg. Eins var rætt um samstarf við Árskógarskóla og rætt var um hvort hægt væri að halda áfram samstarfi við leikskólana næsta vetur.

7.Beiðni um styrk frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanna dags 24. janúar 2014 var tekin fyrir.

Málsnúmer 201401114Vakta málsnúmer

Þar sem fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2014 er lokið er beiðninni hafnað. Fræðsluráð fagnar þó verkefni af þessu tagi og vonast til að grunnskólanemendur í sveitarfélaginu hafi tök á þátttöku í framtíðinni.

8.Samstarf við Fjallabyggð

Málsnúmer 201311115Vakta málsnúmer

Greint var frá hugmyndum um aukið samstarf á milli Fjallabyggðar og skólaskrifstofuhluta Fræðslu- og menningarsviðs.

Nýlega var haldinn fundur þar sem hugmyndir um samstarfið voru reifaðar. Enn á eftir að útfæra þær hugmyndir og kostnaðarmeta.

Fræðsluráð óskar eftir að það verði skoðað vel hvaða svigrúm er til að selja þjónustu af þessu tagi þar sem verkefni fræðslusviðs Dalvíkurbyggðar eru ærin.

9.Málþing um skil skólastiga

Málsnúmer 201401147Vakta málsnúmer

Greint var frá málþingi um skil skólastiga sem haldið var 4. mars síðastliðinn. Málþingið heppnaðist vel og í kjölfarið komst af stað umræða milli skólanna um meira samstarf í tengslum við nemendur á skilum skólastiga.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs