Umsókn um leikskólavist - undanþága

Málsnúmer 201308037

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 175. fundur - 11.09.2013

Með bréfi dagsett 19.08.2013 var óskað eftir leikskólavist fyrir barn sem er með lögheimili í Svíþjóð en faðir þess á lögheimili í Dalvíkurbyggð. Fræðsluráð samþykkir að gera tímabundna undanþágu á innritunareglum leikskóla  Dalvíkurbyggðar og heimilar barninu að sækja leikskóla í Árskógi til 1. maí 2014. Óski foreldrar eftir leikskólavist fyrir barnið lengur en þessari undanþágu nemur þurfa þau að flytja lögheimili barnsins í sveitarfélagið. Þessi undanþága er veitt ekki síst á þeim forsendum að svigrúm er til að veita barninu vist í skólnum án þess að bæta við starfsmanni.

Fræðsluráð - 180. fundur - 26.03.2014

Tekið var fyrir bréf frá Jónasi Þór Leifssyni og Lindu Kristinu Andersson, dagsett 25. febrúar 2014. Í bréfinu er óskað eftir framlengingu á undanþágu á innritunarreglum leikskóla vegna leikskólavistar barns þeirra.
Þann 11. september 2013 bókaði fræðsluráð eftirfarandi:

Fræðsluráð samþykkir að gera tímabundna undanþágu á innritunareglum leikskóla Dalvíkurbyggðar og heimilar barninu að sækja leikskóla í Árskógi til 1. maí 2014. Óski foreldrar eftir leikskólavist fyrir barnið lengur en þessari undanþágu nemur þurfa þau að flytja lögheimili barnsins í sveitarfélagið.
Þessi undanþága er veitt ekki síst á þeim forsendum að svigrúm er til að veita barninu vist í skólnum án þess að bæta við starfsmanni.


Fræðsluráð stendur við fyrri bókun og hafnar því erindinu. Óski foreldrar eftir áframhaldandi leikskólavist fyrir barnið þurfa þeir annað hvort að færa lögheimili barnsins í sveitarfélagið eða að semja um fulla greiðslu sem nemur kostnaði við leikskólavistina.