Fræðsluráð

207. fundur 29. júní 2016 kl. 08:15 - 11:45 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður fræðslu- og menningarsviðs.
Dagskrá
Þórunn Andrésdóttir, varamaður, sat fundinn í stað Kristins Inga Valssonar.
Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots og Kátakots sat fundinn undir liðum 1-4.
Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, sat fundinn undir liðum 2-4.
Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, sat fundinn undir liðum 2-5.
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, sat fundinn undir undir liðum 2-7.
Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskólanna, sat fundinn undir liðum 2-6.
Freyr Antonsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna, kom ekki á fundinn og enginn mætti í hans stað.
Drífa kom á fundinn klukkan 8:15. Að lokinni setningu fundarins klukkan 8:20 vék Lilja Björk Ólafsdóttir af fundi sökum vanhæfis og tók Steinunn E. Jóhannsdóttir varaformaður þá við fundarstjórn.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201606030Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Lilja Björk Ólafsdóttir kom aftur inn á fundinn klukkan 8:40 og tók við fundarstjórn. Þá komu einnig til fundar Gísli Bjarnason, Gunnþór E. Gunnþórsson, Magnús G. Ólafsson og Guðríður Sveinsdóttir.

2.Ytra mat skóla 2016

Málsnúmer 201606111Vakta málsnúmer

Skýrsla um ytra mat Dalvíkurskóla, Árskógarskóla, Kátakots/Krílakots og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar fylgdi með fundarboði og var lögð fyrir fundinn. Skýrslan er liður í að uppfylla eftirlitsskyldu fræðsluráðs með skólastarfi í Dalvíkurbyggð. Hún er unnin á fræðsluskrifstofu Dalvíkurbyggðar.
Umræður fóru fram um skýrsluna og fræðsluráð þakkar fyrir þær upplýsingar sem skýrslan veitir. Drífa upplýsti að Krílakot fer í ytra mat hjá Menntamálastofnun í haust.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2017

Málsnúmer 201606116Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hlynur Sigursveinsson, ræddi gerð starfs- og fjárhagsáætlunar sviðsins fyrir árið 2017.
Sviðsstjóri óskar eftir því við stjórnendur að þeir skili starfs- og fjárhagsáætlunum fyrir árið 2017 til hans fyrir lok ágústmánaðar n.k. Hann mun senda stjórnendum nauðsynleg gögn fyrir þá vinnu.

4.Endurmenntun starfsmanna 2016-2017

Málsnúmer 201606121Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu tillögur að dagskrá fyrir endurmenntun starfsfólks grunnskóla og leikskóla Dalvíkurbyggðar nú á þessu hausti. Læsisráðgjafar Menntamálastofnunar hafa sett skipulagið upp í samstarfi við fræðslusvið Dalvíkurbyggðar og skólayfirvöld í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar og umræðna. Fræðsluráð þakkar fyrir upplýsingarnar og fagnar því að skólar sveitarfélagsins nýti sér þá þjónustu sem er í boði í tengslum við Þjóðarsáttmála um læsi. Einnig lýsir fræðsluráð yfir ánægju sinni með samstarf það sem Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð tóku upp um ofangreint mál.
Drífa og Gunnþór fóru af fundi klukkan 9:40.

5.Innramat/sjálfsmat - 2015/16

Málsnúmer 201606037Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu skýrslur um innra mat í Dalvíkurskóla og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.



Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynnti sjálfsmatsskýrslu skólans fyrir skólaárið 2015-2016.



Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kynnti sjálfsmatsskýrslu skólans fyrir skólaárið 2015-2016.
Umræður fóru fram um efni skýrslnanna. Fræðsluráð þakkar skólastjórunum fyrir greinargóðar skýrslur og hvetur stjórnendur til að halda áfram góðu starfi skólanna.
Magnús G. Ólafsson fór af fundi klukkan 10:35.

6.Morgunhressing í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201603021Vakta málsnúmer

Fundarboði fylgdi greinargerð Gísla Bjarnasonar, skólastjóra Dalvíkurskóla, um reynsluna af tveggja mánaða tilraun þar sem nemendum bauðst hafragrautur á morgnana og ávextir í áskrift.
Mikil ánægja ríkir meðal nemenda og foreldra með að boðið sé upp á hafragraut á morgnana og meiri hluti nemenda skólans nýtti sér tilboðið. Fræðsluráð felur skólastjóra og sviðsstjóra að leita leiða í samræmi við umræður á fundinum til að hægt verði að halda þessu áfram.
Guðríður og fór af fundi klukkan 10:55.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201304091Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Gísli fór af fundi klukkan 11:40.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður fræðslu- og menningarsviðs.