Innra mat skóla 2016

Málsnúmer 201606037

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 206. fundur - 14.06.2016

Með fundarboði fylgdu skýrslur um innra mat Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, Árskógarskóla, Krílakots og Kátakots sem og Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2015-2016. Einnig fylgdu matsáætlanir fyrir næsta skólaár frá leik- og grunnskóla.



Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla kynnti sjálfsmatsskýrslu Árskógarskóla fyrir skólaárið 2015-2016.



Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Káta- og Krílakots kynnti sjálfsmatsskýrslu leikskólans fyrir skólaárið 2015-2016.







Fræðsluráð þakkar skólastjórunum fyrir greinargóðar skýrslur og hvetur stjórnendur til að halda áfram góðu starfi skólanna. Skýrslur Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Dalvíkurskóla verða teknar fyrir á næsta fundi ráðsins.

Fræðsluráð - 207. fundur - 29.06.2016

Með fundarboði fylgdu skýrslur um innra mat í Dalvíkurskóla og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.



Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynnti sjálfsmatsskýrslu skólans fyrir skólaárið 2015-2016.



Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kynnti sjálfsmatsskýrslu skólans fyrir skólaárið 2015-2016.
Umræður fóru fram um efni skýrslnanna. Fræðsluráð þakkar skólastjórunum fyrir greinargóðar skýrslur og hvetur stjórnendur til að halda áfram góðu starfi skólanna.
Magnús G. Ólafsson fór af fundi klukkan 10:35.