Fræðsluráð

238. fundur 08. maí 2019 kl. 08:00 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Fjóla Dögg Gunnarsdóttir starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Fjóla Dögg Gunnarsdóttir Kennsluráðgjafi
Dagskrá
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir boðaði forföll og í hennar stað kom Þórunn Andrésdóttir. Felix Rafn Felixson kom ekki til fundar og enginn varamaður í hans stað.
Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsmanna Dalvíkurskóla sátu fundinn undir liðum 1-6.
Jónína Garðarsdóttir, skólastjóri Árskógarskóla og Bjarni Jóhann Valdimarsson, fulltrúi foreldra grunnskólabarna í Árskógarskóla sátu fundinn undir liðum 1-6.
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots og Arna Arngrímsdóttir, fulltrúi starfsmanna Krílakots sátu fundinn undir liðum 3-7.

1.Frá Dalvíkurskóla; Niðurstöður samræmdra prófa

Málsnúmer 201905008Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir helstu niðurstöður samræmdra prófa sem lögð voru fyrir nemendur í 9.bekk.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

2.Frá Dalvíkurskóla; Skólapúlsinn - niðurstöður

Málsnúmer 201901018Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla kynnti helstu niðurstöður Skólapúlsins.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
Sif Jóhannesdóttir og Helgi Þorbjörn Svavarsson komu til fundar kl. 08:25
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir og Arna Arngrímsdóttir komu til fundar kl. 8:30

3.Frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar; Kynning á námsleiðinni, -sterkari starfsmaður

Málsnúmer 201905007Vakta málsnúmer

Sif Jóhannesdóttir og Helgi Þorbjörn Svavarsson, verkefnastjórar hjá Símey kynntu námsleiðina sterkari starfsmaður. Námið er ætlað starfsmönnum skóla, öðrum en kennurum þar sem annars vegar er lögð áhersla á upplýsingatækni og hins vegar samskipti og sjálfstyrkingu.
Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna og felur sviðsstjóra að kynna málið fyrir framkvæmdastjórn og taka ákvörðun í samráði við stjórnendur skóla.
Sif Jóhannesdóttir og Helgi Þorbjörn Svavarsson fóru af fundi 08:40

4.Frá fræðslusviði; Fjárhagslegt stöðumat - málaflokkur 04

Málsnúmer 201901017Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu -og menningarsviðs lagði fram fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04, janúar til og með apríl 2019.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

5.Frá fræðslusviði; Gjaldskrár 2019 á málaflokk 04

Málsnúmer 201809032Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu -og menningarsviðs fór yfir endurskoðun á gjaldskrám fyrir málaflokk 04 og lagði fram drög að breytingum.
Fræðsluráð lagði til að gjaldrskrá yrði skoðuð í heild sinni og lögð fyrir á næsta fundi ráðsins til samþykktar.

6.Frá leik -og grunnskólum; Starfsáætlun fræðslu-og menningarsviðs 2019

Málsnúmer 201903029Vakta málsnúmer

Stjórnendur leik-og grunnskóla fóru yfir stöðu helstu verkefna sem og það helsta sem framundan er í starfinu.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru í gangi og því sem framundan er.
Friðrik Arnarson, Guðríður Sveinsdóttir, Jónína Garðarsdóttir og Bjarni Jóhann Valdimarsson fóru af fundi kl. 09:20

7.Frá Krílakoti; Opnunartími leikskóla

Málsnúmer 201905010Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots lögðu fram tillögu þess efnis að leikskólinn Krílakot muni opna 7:45 frá og með næsta hausti í stað 7:30.
Fræðsluráð leggur til að frá og með næsta hausti verði opnunartími 7:45 á Krílakoti í samræmi við nýtingu og opnunartíma á Kötlukoti.
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir og Arna Arngrímsdóttir fóru af fundi kl. 09:45

8.Frá fræðslusviði; Ráðning skólastjóra Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201905011Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs gerði grein fyrir umsóknum um starf skólastjóra við Dalvíkurskóla en umsóknarfrestur rann út þann 26.apríl. Alls voru umsækjendur þrír en þar af dró einn umsókn sína til baka.
Fræðsluráð leggur til að Friðrik Arnarson verði ráðinn í starf skólastjóra Dalvíkurskóla.

9.Frá Alþingi; Frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál.

Málsnúmer 201904073Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 12.apríl 2019 þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lýðskóla.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá Þjóðleikhúsinu; Þjóðleikhúsið á leikferð um landið

Málsnúmer 201904122Vakta málsnúmer

Þjóðleikhúsið stefnir á leikferð um landið í haust með tvær sýningar. Annarsvegar sýningu fyrir 5 ára leikskólabörn og hinsvegar fyrir unglinga í 10.bekk. Áætlað er að vera í Dalvíkurbyggð 13.sept næstkomandi. Áætlað er að sýningin fyrir yngri börnin verði fyrir hádegi en fyrir þau eldri eftir hádegi.
Þjóðleikhúsið óskar eftir sýningarrými/félagsheimili og gistingu fyrir 4-5 í uppábúnum rúmum aðfaranótt 13.sept.
Fræðsluráð hafnar erindinu.

11.Starfsmannamál á fræðslusviði

Málsnúmer 201905009Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs tilkynnti um uppsögn Jónínu Garðarsdóttir, skólastjóra Árskógarskóla og Fjólu Daggar Gunnarsdóttir, kennsluráðgjafa á fræðslusviði. Uppsagnir þeirra beggja taka gildi frá og með 31.júlí 2019.
Fræðsluráð leggur til að störf skólastjóra Árskógarskóla og sérfræðings á fræðslusviði verði auglýst sem fyrst, samkvæmt umræðum og þarfagreiningu sem lögð var fram á fundinum.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Fjóla Dögg Gunnarsdóttir starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Fjóla Dögg Gunnarsdóttir Kennsluráðgjafi