Félagsmálaráð

224. fundur 11. desember 2018 kl. 08:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201812036Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201812036
Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201812022Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201812022

Bókað í trúnaðarmálabók
Bókað í trúnaðarmálabók

3.Jólasöfnun - Matarúthutanir fyrir jólin 2018

Málsnúmer 201812032Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir rafbréf frá Fjölskylduhjálp Íslands dags. 6.desember 2018 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi Dalvíkurbyggðar vegna jólasöfnunar fyrir Fjölskylduhjálp Íslands 2018. FÍ eru hjálparsamtök sem hafa að leiðarljósi að hjálpa þeim sem minna mega sín og eru skjólstæðingar FÍ öryrkjar, einstæðir foreldrar, fjölskyldur með lágar tekjur, eldri borgarar, fólk án atvinnu og heimilislaust fólk. Veitt er neyðaraðstoð (mataraðstoð) alla virka daga í Reykjavík og Reykjanesbæ. Einnig úthluta þau fatnaði á börn og fullorðna, búsáhöldum og notuðum leikföngum. Fjölskylduhjálp leitar eftir frjálsu framlagi til kaupa á matvælum fyrir skjólstæðinga sína.
Félagsmálaráð sér ekki ástæðu til að styrkja Fjölskylduhjálp Íslands þar sem búið er að styrkja Mæðrastyrksnefnd á Akureyri.

4.Fyrstu skrefin

Málsnúmer 201812031Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir rafbréf frá Fjölmenningarsetrinu og Velferðaráðuneytinu í umboði innflytjendaráðs dags. 6.desember sl. varðandi útgáfu bæklingsins "Fyrstu skrefin" sem fjallar um helstu atriði sem fólk þarf að hafa í huga þegar sest er að á Íslandi, eins og heilsugæslu, hátíðar- og frídaga, akstur, lögheimilisskráningu og kennitölur, dvalar- og atvinnuleyfi utan EES auk réttinda á vinnumarkaði svo eitthvað sé nefnt. Bæklingurinn er komin út og er á 9 tungumálum. Hægt er að fá prentuð eintök sem og rafræn á vefsíðu Fjölmenningarseturs. Bæklingurinn er gjaldfrjáls.
Lagt fram til kynningar.

5.Stefna í málefnum aldraða

Málsnúmer 201812033Vakta málsnúmer

Tekin voru fyrir drög að endurskoðun á stefnu Dalvíkurbyggðar um málefni aldraðra.
Félagsmálaráð vísar drögum um málefni aldraða til umsagnar félags aldraðra í Dalvíkurbyggð og stjórnenda Dalbæjar.

6.Könnun á leiguíbúðum sveitarfélagsins

Málsnúmer 201811078Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi sem vísað er úr Byggðarráði, 888. fundi dags 4.12.2018.



Bókun byggðarráðs er eftirfarandi: Tekið fyrir erindi frá Varasjóði húsnæðismála dags. 14.11.2018 þar sem fram koma niðurstöður úr könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2017.

Varasjóður húsnæðismála, í samvinnu við velferðarráðuneytið og forvera þess, hefur frá árinu 2004 gert árlega könnun á stöðu leiguíbúða hjá sveitarfélögum. Könnunin hefur tekið miklum breytingum frá því að henni var fyrst ýtt úr vör t.d. hefur spurningum fjölgað úr tíu í tæplega 60.

Tilgangur könnunarinnar hefur verið að fylgjast með framvindu og breytingum á stöðu leiguíbúða en upplýsingar hafa meðal annars komið að notum við stefnumótun stjórnvalda í húsnæðismálum.

Könnun vegna ársins 2017 var gerð í maí síðastliðnum. Alls bárust svör frá 44 sveitarfélögum, eða 59,5% þeirra. Í þessum sveitarfélögum bjuggu 89,8% landsmanna, sem er nokkru lægra hlutfall en raunin var í könnun ársins 2016, sem náði til 98,2% landsmanna.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri könnun til félagsmálaráðs sem og til vinnuhóps um húsnæðismál sveitarfélagsins til yfirferðar.





Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi