Tekið var fyrir rafbréf frá Fjölskylduhjálp Íslands dags. 6.desember 2018 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi Dalvíkurbyggðar vegna jólasöfnunar fyrir Fjölskylduhjálp Íslands 2018. FÍ eru hjálparsamtök sem hafa að leiðarljósi að hjálpa þeim sem minna mega sín og eru skjólstæðingar FÍ öryrkjar, einstæðir foreldrar, fjölskyldur með lágar tekjur, eldri borgarar, fólk án atvinnu og heimilislaust fólk. Veitt er neyðaraðstoð (mataraðstoð) alla virka daga í Reykjavík og Reykjanesbæ. Einnig úthluta þau fatnaði á börn og fullorðna, búsáhöldum og notuðum leikföngum. Fjölskylduhjálp leitar eftir frjálsu framlagi til kaupa á matvælum fyrir skjólstæðinga sína.