Málsnúmer 201803106Vakta málsnúmer
Erindi barst frá Varasjóði húsnæðismála þann 21. mars 2018. Þar kemur fram að í könnun Varasjóðs húsnæðismála 2017 kom fram að nokkur sveitarfélög nefndu skuldir sem vandamál vegna félagslegra íbúa, sem lítur bæði að rekstri íbúðanna og yfirveðsetningu. Varasjóður húsnæðismála fékk KPMG til að gera greiningu á fyrrgreindum vanda. Varasjóður óskar eftir samþykki sveitarfélaga fyrir birtingu þessara niðurstaðna í heild sinni.
Fyrrgreint erindi var einnig tekið fyrir á fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar, 862. fundi. Bókun byggðarráðs er eftirfarandi:
201803106 - Greining á rekstrargrundvelli félagslegara leiguíbúða
Tekið fyrir erindi frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett þann 21. mars 2018, þar sem fram kemur að í könnun Varasjóðs húsnæðismála 2017 kom fram að nokkur sveitarfélög nefndu skuldir sem vandamál vegna félagslegra íbúða, sem lítur bæði að rekstri íbúðanna og yfirveðsetningu. Varasjóður húsnæðismála leitaði til KPMG og óskaði eftir ráðgjöf vegna greiningar á rekstrargrundvelli félagslegra leiguíbúða í sveitarfélögum sem tilgreindu skuldir sem vandamál. Nú liggur fyrir niðurstaða vinnu KPMG. Annars vegar er skýrsla með niðurstöðum greiningar í einstökum sveitarfélögum og hins vegar heildarskýrsla með niðurstöðum sem ná til allra sveitarfélaga sem til skoðunar eru. Varasjóður óskar eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir birtingu þessara niðurstaðna í heild sinni og fyrir hvert og eitt sveitarfélag, fyrir 10. apríl n.k.
Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við birtingu ofangreindra skýrslna.