Tekið fyrir erindi dags. 22.03.2018 frá Hjólasöfnun Barnaheilla. Barnaheill hefur von bráðar hjólasöfnun sína í sjöunda sinn. Hjólasöfnunin er unnin í samstarfi við Æskuna - barnahreyfingu IOGT og ýmsa velunnara. Markmið hjólasöfnunarinnar er að börn í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól. Hjólasöfnunin stendur frá 23. mars og til loka aprílmánaðar. Öllum sveitarfélögum landsins er boðið að taka þátt í verkefninu með því að fá senda til sín umsóknareyðublöð og gera þannig öllum kleift að sækja um hjól úr söfnuninni. Í framhaldinu mun Barnaheill reyna að koma á samstarfi við Póstinn og Eimskip um að ferja hjólin í heimabyggð barnsins.