Félagsmálaráð

167. fundur 26. febrúar 2013 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Rósa Ragúels Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmálabók - fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 201111050Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Málþing um farsæla öldrun

Málsnúmer 201302084Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram upplýsingar sem bárust í tölvupósti þann 18.febrúar 2013 þar sem óskað er eftir þátttakendum til að taka þátt í framtíðarþingi um farsæla öldrun. Þingið verður haldið 7. mars 2013 í Ráðhúsinu í Reykjavík með það að markmiði að skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál, væntingar og viðhorf til efri áranna. Vekja jákvæða athygli á eldri borgurum, stöðu þeirra og hvernig þeir líta á mál sín til framtíðar.
Lagt fram

3.Málþing 2013

Málsnúmer 201302086Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagið fram tölvupóst frá 4. febrúar 2012 með kynningu á málþingi Sjónarhóls sem fram fer 21. mars 2013. Málþingið fjallar um þjónustu- og meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni með hegðunar- og tilfinningavanda.
Starfsmenn félagsþjónustu munu sækja þetta málþing.

4.Bréf til sveitarfélag frá sendiherra SÞ

Málsnúmer 201302085Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram tölvupóst frá 14. febrúar frá Velferðarráðuneytinu þar sem Fjölmennt, sendiherrar sameinuðu þjóðanna og velferðarráðuneytið bjóða fram krafta sína í formi fræðslu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Félagsmálastjóri mun leggja þetta erindi fyrir þjónustuhóp SSNV.

5.Fjölskyldustefna og framkvæmd hennar

Málsnúmer 201302069Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram tölvupóst frá 20. febrúar frá Velferðarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að Velferðarvaktin hafi að undanförnu fjallað um málefni fjölskyldna á Íslandi og margbreytileika nútímafjölskyldunnar. Á fundi Velferðarvaktarinnar 29. janúar síðastliðinn var samþykkt að hvetja sveitarfélögin til að setja sér fjölskyldustefnu og áætlun un framkvæmd hennar.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsþjónustu að kynna sér málið frekar og leggja fyrir á næsta fundi ráðsins.

6.Uppreiknuð tekju- og eignarmörk vegna 2013

Málsnúmer 201302045Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram tölvupóst sem barst 12. febrúar frá Velferðarráðuneytinu með uppreiknuðum tekju og eignarmörkum fyrir árið 2013 hvað varðar lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur.
Lagt fram

7.Forvarnarbókin

Málsnúmer 201302083Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram tölvubréf frá 19. febrúar 2013 frá Erni Leó Guðmundssyni sem er verkefnastjóri hjá Fræðslu og forvörnum. Fræðsla og forvarnir FRÆ er upplýsinga og gagnamiðstöð sem starfar á landsvísu. Miðstöðin veitir fræðslu og upplýsingar um fíkiefnamál og vímuvarnir og sinnir ráðgjöf, heldur fyrirlestra á öllum skólastigum ásamt samstarfi við sveitarfélög og félagasamtök. FRÆ upplýsingamiðstöðin óskar eftir styrk að upphæð 100.000 vegna útgáfu á Forvarnarbókinni og rafbók með sama efni sbr. bækling sem lagður er fram á fundinum.
Félagsmálaráð samþykkir að styrkja verkefni að upphæð 50.000,- krónur tekið af lið 02-32-4396.
Undir þessum lið kemur Bergljót Þrastardóttir frá Jafnréttisstofu.

8.Fundur um jafnrétti og bann við mismunun

Málsnúmer 201301026Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi félagsmálaráðs var lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu þar sem boðið var upp á fund um jafnrétti og bann við mismunun. Félagsmálaráð óskaði eftir slíkum fundi.
Bergljót Þrastardóttir sérfræðingur frá Jafnréttisstofu kynnti kynjasamþættingu sem og bann við mismunun.
Bergljót Þrastardóttir víkur af fundi kl. 10:15

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Rósa Ragúels Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi