Forvarnarbókin

Málsnúmer 201302083

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 167. fundur - 26.02.2013

Félagsmálastjóri lagði fram tölvubréf frá 19. febrúar 2013 frá Erni Leó Guðmundssyni sem er verkefnastjóri hjá Fræðslu og forvörnum. Fræðsla og forvarnir FRÆ er upplýsinga og gagnamiðstöð sem starfar á landsvísu. Miðstöðin veitir fræðslu og upplýsingar um fíkiefnamál og vímuvarnir og sinnir ráðgjöf, heldur fyrirlestra á öllum skólastigum ásamt samstarfi við sveitarfélög og félagasamtök. FRÆ upplýsingamiðstöðin óskar eftir styrk að upphæð 100.000 vegna útgáfu á Forvarnarbókinni og rafbók með sama efni sbr. bækling sem lagður er fram á fundinum.
Félagsmálaráð samþykkir að styrkja verkefni að upphæð 50.000,- krónur tekið af lið 02-32-4396.