Málsnúmer 202210023Vakta málsnúmer
Tekinn fyrir tölvupóstur frá Kvennaathvarfinu dags. 06.10.2022. Í erindi þeirra kemur fram að í 40 ár hefur Kvennaathvarfið þjónað íslensku samfélagi sem frjáls félagasamtók í náinni samvinnu við opinbera kerfið og er orðið ómissandi hluti af þeirri þjónustu og úrræðum sem við viljum öll geta gengið að. Kvennaathvarf þjónustar konur af öllu landinu og þær sem koma til viðtals eða dvalar í athvarfið er fjölbreyttur hópur af öllum stéttum samfélagsins. Rekstrarkostnaður var tæpar 210 milljónir árið 2021. Nú er komið svo að rúmlega helmingur rekstrarkostnaðar er greiddur af almenningi í formi styrkja og þó svo að þau kunni sannarlega að meta velvildina sem þau finna fyrir í samfélaginu, þá er erfitt að byggja upp og viðhalda svo viðamikilli þjónustu á slíkum grunni. Í því skyni er óskað eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2023 að fjárhæð 200.000 kr.