Félagsmálaráð

262. fundur 11. október 2022 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi
Dagskrá
Júlíus Magnússon boðaði forföll og Silja Pálsdóttir varamaður kom í hans stað.

1.Öldungaráð; samráð og samskipti árið 2022

Málsnúmer 202209025Vakta málsnúmer

Tekin fyrir bókun dags. 27.09.2022 af 1.039 fundi byggðarráðs. Á fyrrgreindan fund komu fulltrúar úr Öldungaráði. Eftirfarandi var bókað: " Byggðaráð þakkar fyrir komuna og góðar og gagnlegar umræður. Stefnt er að halda aftur fund í Öldungaráði sem fyrst. Jafnframt beinir byggðaráð því til félagsmálaráðs að funda sem fyrst með öldungaráði.
Félagsmálaráð tekur vel í erindið og felur starfsmönnum félagsmálasviðs að boða til fundar í nóvember.

2.Beiðni um rekstrarstyrk 2023

Málsnúmer 202210023Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur frá Kvennaathvarfinu dags. 06.10.2022. Í erindi þeirra kemur fram að í 40 ár hefur Kvennaathvarfið þjónað íslensku samfélagi sem frjáls félagasamtók í náinni samvinnu við opinbera kerfið og er orðið ómissandi hluti af þeirri þjónustu og úrræðum sem við viljum öll geta gengið að. Kvennaathvarf þjónustar konur af öllu landinu og þær sem koma til viðtals eða dvalar í athvarfið er fjölbreyttur hópur af öllum stéttum samfélagsins. Rekstrarkostnaður var tæpar 210 milljónir árið 2021. Nú er komið svo að rúmlega helmingur rekstrarkostnaðar er greiddur af almenningi í formi styrkja og þó svo að þau kunni sannarlega að meta velvildina sem þau finna fyrir í samfélaginu, þá er erfitt að byggja upp og viðhalda svo viðamikilli þjónustu á slíkum grunni. Í því skyni er óskað eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2023 að fjárhæð 200.000 kr.
Félagsmálaráð samþykkir samhljóða með 5 greiddum atkvæðum að veita styrk að upphæð 100.000,- krónur af lið 02-80-9145 fyrir árið 2023.

3.Jafnréttisþing 2022

Málsnúmer 202210024Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Forsætisráðuneytinu dags. 05.10.2022. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til jafnréttisþings 2022 þar sem fjallað verður um stöðu kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Umfjöllunarefni er aðgengi, möguleikar og hindranir sem konur af erlendum uppruna mæta á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirlesarar munu fjalla um stöðu erlendra kvenna af ólíkum stéttum og með ólíka stöðu auk þess sem forsætisráðherra tekur þátt í og stjórnar umræðum með konum af erlendum uppruna og fulltrúum frá aðilum vinnumarkaðar. Þingið er haldið 26. október 2022 í Hörpu.
Lagt fram til kynningar.

4.Til umsagnar frumvarp til laga um tæknifrjóvgun o.fl. (einföldun regluverks) 8. mál

Málsnúmer 202210027Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags 29.09.2022. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tæknifrjóvgun o.fl. (einföldun regluverks), 8. mál
Lagt fram til kynningar.

5.Hagstofuskýrsla 2021 málefni fatlaðra

Málsnúmer 202210025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hagstofu Íslands dags. 04.10.2022. Þar er óskað eftir upplýsingum um þjónustu sveitarfélaga á Íslandi við fatlað fólk fyrir árið 2021. Tekin var fyrir til kynningar fyrir félagsmálaráð hagstofuskýrsla fyrir árið 2020.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að vinna Hagstofuskýrslu við fatlað fólk.

6.Hagstofuskýrsla 2021- félagsþjónusta

Málsnúmer 202210026Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hagstofu Íslands dags. 04.10.2022. Þar er óskað eftir upplýsingum um félagsþjónustu sveitarfélaga á Íslandi fyrir árið 2021. Tekin var fyrir til kynningar fyrir félagsmálaráð hagstofuskýrsla fyrir árið 2020.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að vinna Hagstofuskýrslu fyrir félagsþjónustu sveitarfélaga.

7.Heimsókn félagsmálaráðs

Málsnúmer 202210028Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð fór í heimsókn í íbúðakjarnann Lokastíg 3 og 4

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi