Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar úr Öldungaráði frá Félagi eldri borgara Helga Mattína Björnsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir og Auður Kinberg, og Hildigunnur Jóhannesdóttir, fulltrúi frá HSN kl. 13:19.
Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, boðaði forföll.
Á síðasta og 4. fundi Öldungaráðs þann 9. júlí 2021 var eftirfarandi bókað:
"202103036 - Öldungaráð; samskipti og samstarf 2021
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Félagi eldri borgara Kolbrún Pálsdóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir og Auður Kinberg, frá HSN Hildigunnur Jóhannesdóttir og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.
Til umræðu:
a) Þau atriði sem voru til umræðu á síðasta fundi og staða þeirra.
b) Ný atriði frá Félagi eldri borgara.
Kolbrún, Elín Rósa, Auður, Hildigunnur og Eyrún viku af fundi kl. 14:02.
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjóri ritaði fundargerð um þau atriði sem voru rædd undir þessum lið og sendir á fundarmenn til yfirferðar og staðfestingar."
Til umræðu ýmis mál er varðar málefni eldri borgara í sveitarfélaginu, bæði eldri mál og ný.
Helga Mattína, Kolbrún, Auður og Hildigunnur viku af fundi kl. 14:21.
Stefnt er að halda aftur fund í Öldungaráði sem fyrst.
Jafnframt beinir byggðaráð því til félagsmálaráðs að funda sem fyrst með Öldungaráði.