Málsnúmer 202108057Vakta málsnúmer
Tekinn var fyrir rafpóstur, dags. 04.08.2021, frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, um starfsleyfisskyldu einkaaðila sem veita félagslega þjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitafélaga nr. 40/1991 og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 sem var innleidd í lög í október 2018. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar var falið að taka við umsóknum um starfsleyfi, annast umsýslu með þeim og sjá um útgáfu starfsleyfa, ásamt eftirfylgni. Alls voru gefin út 39 starfsleyfi árið 2020 og 20 á þessu ári. Gæða- og eftirlitsstofnun hvetur sveitarfélög til að skoða hvort að þeir einkaaðilar sem sinna lögbundinni þjónustu sveitarfélaga samkvæmt lögum nr. 40/1991 eða lögum nr. 38/2018 fyrir hönd sveitarfélagsins hafi starfsleyfi frá stofnuninni.