Samvinna eftir skilnað

Málsnúmer 202108056

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 252. fundur - 31.08.2021

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 04.08.2021 frá félagsmálaráðuneytinu sem vekur athygli á að tilraunaverkefni "Samvinna eftir skilnað (SES)" hefur verið framlengt. SES er annars vegar rafrænn fræðsluvettvangur fyrir foreldra í skilnaðarferli og hins vegar sérhæfð skilnaðarráðgjöf sem veitt er á vegum félagsþjónustu sveitarfélaga (SES PRO). Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og byggir á nýjustu þekkingu, reynslu starfsfólks og rannsóknum fræðimanna. Frekari upplýsingar má finna á síðunni www.samvinnaeftirskilnad.is
Innleiðing verkefnisins hér á landi er á grundvelli samninga milli félags- og barnamálaráðherra og dansks fyrirtækis. Litið hefur verið á verkefnið sem undirbúningsferli að mögulegu framtíðarskipulagi skilnaðarráðgjafa á Íslandi enda fellur úrræðið vel að markmiðum nýsamþykktra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, þar sem sérstök áhersla er lögð á snemmtækan stuðning. Verkefnið er í reynslu og hefur náð til átta sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.