Félagsmálaráð

240. fundur 09. júní 2020 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Haukur Gunnarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Gunnar Eiríksson boðaði forföll og Haukur Arnar Gunnarsson kom í hans stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202003103Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202003103

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 202006042Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202006042

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Fjárhagsaðstoð - v.hitaveitu

Málsnúmer 202006038Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 202006038

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Samningur um dagþjónustu 2020-2023

Málsnúmer 202004066Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að endurnýjuðum samningi við Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík um dagþjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð samþykkir samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og starfsmönnum falið að klára samninginn.

5.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.

Málsnúmer 202005027Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 06.05.2020 frá nefndarsviði Alþingis sem sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707.mál
Lagt fram til kynningar.

6.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. mál.

Málsnúmer 202005145Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 28.05.2020 frá nefndarsviði Alþingis til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. mál
Lagt fram til kynningar.

7.Veggspjald 2020 frá Jafnréttisstofu

Málsnúmer 202006027Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 15.05.2020 frá Jafnréttisstofu. Haustið 2018 urðu þær breytingar á íslenskri jafnréttislöggjöf að við bættust tvenn ný lög. Annars vegar lög nr,. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna utan vinnumarkaðar og hins vegar lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Með hinum nýju lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði er horft til þess að stuðla að virkri þátttöku sem flestra á vinnumarkaði enda er atvinnuþátttaka talin ein þýðingarmesta leiðin til að koma í veg fyrir félagslega eingangrun og fátækt. Samandregið má segja að markmið jafnréttislöggjafarinnar sé að vinna gegn mismunun og koma á og viðhalda jafnri meðferð, jöfnum tækifærum og jafnrétti. Öll lög kveða á um skýrt bann við mismunun og gera kröfur til atvinnurekenda um markvissa vinnu innan fyrirtækis eða stofnunar sem og samfélagsins alls. Jafnréttisstofa hefur látið útbúa veggpsjald til að minna á mikilvægi þess að raunverulegt jafnrétti náist.
Lagt fram til kynningar.

8.Minnisblað - grá svæði fjárhagsaðstoðar

Málsnúmer 202006028Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 18.05.2020 frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er minnisblað sem félagsmálaráðuneytið og sambandið unnu að í samstarfi við Vinnumálastofnun er varðar hópa/einstaklinga sem eiga hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né fjárhagsaðstoð.
Lagt fram til kynningar.

9.Stuðningur til að efla virkni vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19

Málsnúmer 202005105Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags 20.05.2020 frá Félagsmálaráðuneytinu en samþykkt hefur verið að styðja fjárhagslega við þau sveitarfélög, sem umfram hefðbundið sumarstarf sumarið 2020, hyggjast auka við frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Horft er til aldurshópsins 12 til 16 ára með sérstaka áherlsu á að leitað verði einstaklingsbundinna leiða til að ná til þess hóps barna sem hvað síst sækja reglubundið frístundastarf.
Lagt fram til kynningar.

10.Aukið félagsstraf fullorðinna sumarið 2020 vegna covid-19

Málsnúmer 202006030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 02.06.2020 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem Félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla enn frekar félagsstarf fullorðinna í sumar með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna Covid-19. Sérstaklega er mikilvægt að leggja aukna áherslu á frístundaiðkun, geðrækt, hreyfingu og forvarnir.
Lagt fram til kynningar.

11.Styrkbeiðni

Málsnúmer 202006039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags 16.04.2020 frá Fjölskylduhjálp þar sem óskað er eftir styrk svo hægt verði að hlúa að skjólstæðingum félagsins eins og gert hefur verið s.l. 16 ár.
Félagsmálaráð hafnar erindinu. Félagsmálaráð styrkir aðra sambærilega starfssemi á árinu.

12.Leiðbeiningar um aksturþjónustu

Málsnúmer 202006040Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 04.05.2020 frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga. Fram kemur í erindi þeirra að Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um aksturþjónustu við fatlað fólk. Leiðbeiningar þessar voru unnar í samráði við Samband ísl. sveitarfélaga og hagsmunasamtök fatlaðs fólks og er ætlað að stuðla að samræmi á milli sveitarfélaga og þjónustusvæða. Miðað er við að endurskoðun reglna sveitarfélagsins eigi sér stað ekki síðar en sex mánuðum eftir útgáfu leiðbeininganna.
Félagsmálaráð felur þjónustuhópi Dalvíkur- og Fjallabyggðar í málefnum fatlaðra og notendaráði fatlaðra að vinna drög að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlaða á þjónustusvæðinu.

13.Fjarráðstefna; Stafræn þróum sveitarfélaga

Málsnúmer 202006041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 06.05.2020 frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga þar sem minnt er á "stafræna ráðstefnu um framþróun sveitarfélaga, hvaða árangri viljum við ná?" Þar verður fjallað um samstarf og tækifæri sveitarfélaga í stafrænni framþróun og um fjárhagsaðstoðarlausn Reykjavíkurborgar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Haukur Gunnarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi