Byggðaráð

847. fundur 30. nóvember 2017 kl. 13:00 - 15:59 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans, Heiða Hilmarsdóttir, mætti í hans stað.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðaði forföll og varamaður hans, Valdemar Þór Viðarsson, boðaði forföll.

Vegna forfalla formanns og varaformanns varð niðurstaðan að Guðmundur St. Jónsson stýrði fundi byggðaráðs.

1.Tillaga að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2018; sorphirðugjald

Málsnúmer 201711045Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:06.

Á 845. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember 2017 var m.a. bókað:

"Fyrir liggur tillaga frá umhverfisráði um hækkun á sorphirðugjaldi um 5,6% eða úr kr. 40.192 per íbúð í kr. 42.443 per íbúð.
Byggðaráð óskar eftir útreikningum og skýringum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á tillögu um hækkun á sorphirðugjaldi sem og áætlun á kostnaði vegna sorphirðu. Byggðaráð óskar eftir að fá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á fund til að fara yfir ofangreint."

Á fundinum kynnti sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gögn og útreikninga er varðar ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn breytingu á sorphirðugjaldi um 5,6% milli áranna 2017 og 2018 þannig að það breytist úr kr. 40.192 í kr. 42.443, sbr. ofangreind tillaga umhverfisráðs.

2.Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka á fjárhagsáætlunar 2017 vegna kostnaðar við sorp og leiktæki á Hauganesi

Málsnúmer 201711083Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 24. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun:

a) Viðauki nr. 26/2017: Lækkun á lykli 08210-4943, kr. 8.506.108, þar sem áætlun vegna sorphirðu var ofáætluð sem þessu nemur. Eftir stendur því á lykli 08210-4943 kr. 47.000.000.

b) Viðauki nr. 27/ 2017:Leiktæki á Hauganesi; fyrir liggur í fjárhagsáætlun 2018 að leiktæki sem var gert ráð fyrir að setja upp á Hauganesi 2017 verður ekki framkvæmt, þannig að gert er ráð fyrir þessum verkþætti árið 2018. Því er óskað eftir að kr. 800.000 vegna þessa falli niður á lykli 32200-11608.

c) Viðauki nr. 28/2017: Leiktæki við Árskóg varð kostnaðarsamara en gert var ráð fyrir en áætlun er kr. 1.000.000 til þess verkefnis. Staðan er kr. 1.414.018 á lykli 32200-11608 og óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 385.982.

Börkur vék af fundi kl. 14:03.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum beiðni um viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun 2017 skv. ofangreindu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum beiðni um viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun 2017 skv. ofangreindu.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna beiðni um viðauka vegna leiktækis við Árskóg.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017; ýmsir viðaukar fyrir heildarviðauka III.

Málsnúmer 201711107Vakta málsnúmer

a) Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 29. nóvember 2017, er varðar eftirfarandi:

Viðauki 27/2017: Félagslegar íbúðir - vegna tekna
Vegna sölu á íbúðum á árinu 2017 og vegna mála sem gert hefur verið grein fyrir áður, þá liggur fyrir að leigutekjur af deildum 57300 og 57400 verða lægri en áætlað var.

Lagt er því til að áætlaðar leigutekjur vegna deildar 57300 lækki úr kr. -2.031.673 og í kr. -1.102.316, eða lækkun um kr. -929.357. Að sama skapi er lagt til að áætlaðar leigutekjur vegna deildar 57400 lækki úr kr. -21.870.929 og í kr. -17.415.598, eða lækkun um kr. -4.455.331. Um er að ræða lykil 0310 í báðum tilfellum.
Lagt til að tekjulækkun sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Viðauki 28/2017: Hólavegur 1 - leiga Eignasjóðs.
Vegna sölu á Hólavegi 1 fyrr á árinu þá er lagt til að leiga Eignasjóðs, tekjur og gjöld, verði leiðrétt í samræmi við það. Áætluð leiga til Eignasjóðs fyrir árið 2017 er kr. 8.681.000 en verður kr. 3.367.416.
Lagt er til að liður 31150-0550 verði lækkaður úr kr. -8.681.000 og í kr. -3.389.964 eða um kr. -5.291.036. Á móti er lagt til að liður 04160-4415 verðir lækkaður úr kr. 8.681.000 og í kr. 3.389,964 eða um kr. 5.291.036.
Ekki er þörf á ráðstöfun á móti.

Viðauki 29/2017: Vegna innsláttarvillu í viðhaldi Eignasjóðs.
Við gerð stöðumats janúar - september 2017 kom í ljós að áætlun viðhalds vegna Rima væri kr. 950.000 skv. viðhaldstillögum sem samþykktar voru í byggðaráði, er ekki í gildandi fjárhagsáætlun. Við innslátt í vinnubók var upphæðin sett á rangan lykil þannig að engin áætlun kemur fram en viðhaldskostnaður er nú kr. 972.324 nettó skv. deild 31220 og lyklum 2931 og 4610. Lagt er því til að þetta verði leiðrétt þar sem um tæknilega villu er að ræða; liður 31220-4610 færi því úr kr. 0 og í kr. 950.000 eins og til stóð. Lagt er til að þessu sé mætt með lækkun á handbæru fé.


Viðauki 30/ 2017: Stofnframlag vegna Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses.
Í gildandi fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir 20 m.kr. stofnframlagi vegna hönnunar og undirbúnings vegna byggingar á íbúðum fyrir fatlað fólk. Áætlað framlag er á 32200-11605 en ætti að vera á deild 29200. Lagt er því til að þessi liður verði færður á milli deilda í viðkomandi málaflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs liggur ekki fyrir hver ráðstöfunin verður á þessu ári. Breytingin kallar ekki á ráðstöfun á móti.

Viðauki 31/ 2017: Verðbólguspá.
Í fjárhagsáætlunarlíkani 2017 er gert ráð fyrir verðbólguspá 2,4% en skv. Þjóðhagsspá frá 3. nóvember 2017 er verðbólgan áætluð 1,8%. Lagt er því til að gerð verði breyting á forsendum fjárhagsáætlunarlíkans sem þessu nemur.
Áhrif breytingana munu koma fram í fjárhagsáætlunarlíkani þegar það liggur fyrir og hækkar / lækkar handbært fé eftir því sem við á.

b) Tekið fyrir erindi sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 29. nóvember 2017, þar sem lagðir eru til eftirfarandi viðaukar við fjárhagsáætlun 2017:

Viðauki 32/2017: Tekjuáætlun Hafnasjóðs. Lagt er til að tekjuáætlun vegna aflagjalda verði lækkuð um kr. 12.000.000. Liður 41010-0248 verði því kr. -49.500.000 í stað kr. -61.500.000. Lagt til að ráðstöfun á móti verði lækkun á handbæru fé.

Viðauki 33/2017: Tekjuáætlun Hitaveitu Dalvíkur. Lagt er til að tekjuáætlun Hitaveitu verði lækkuð um kr. 8.000.000 vegna minni sölu á heitu vatni. Liður 47010-0222 verður þá kr. -135.174.200 í stað kr. -143.174.200. Lagt til að ráðstöfun á móti verði lækkun á handbæru fé.

Viðauki 34/2017: Framkvæmdir við Austurgarð
Lagt er til að áætlun fjárfesting Hafnasjóðs verði lækkuð á árinu 2017 úr kr. 125.800.000 og í kr. 99.700.000 eða lækkun um kr. 26.100.000. Einnig er lagt til að áætluð hlutdeild ríksins verði lækkuð um kr. 39.100.000 eða úr kr. 188.600.000 og í kr. 149.500.000. Breytingin er tilkomin af ýmsum ástæðum. Lagt til að ráðstöfun á móti verði hækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindar beiðnir um viðauka nr. 27 -34 við fjárhagsáætlun 2017.

4.Frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Stöðumat janúar - september 2017; skil stjórnenda.

Málsnúmer 201711020Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil stjórnanda á stöðumati janúar - september 2017 ásamt fylgigögnum. Um er að ræða samanburð á stöðu bókhalds vs. gildandi fjárhagsáætlun.

Lagt fram til kynningar.

5.Frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu; Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018

Málsnúmer 201709108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 21. nóvember 2017, þar sem vísað er til umsóknar sveitarfélagsins um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2017. Niðurstaða úthlutunar er eftirfarandi:

Dalvík 103 þorskígildistonn
Hauganes 15 þorskígildistonn
Árskógssandur 255 þorskígildistonn.

Athygli bæjar- og sveitarstjórna er vakin á því að engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar frá reglugerð síðasta fiskveiðiárs, aðrar en magntölur og dagsetningar hafa breyst.
Engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um úthlutun byggðakvóta fiskiskipa aðrar en dagsetningar hafa breyst.

Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 20. desember 2017.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningaráðs.

6.Frá Eyþingi; fundargerð aðalfundar.

Málsnúmer 201701030Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð aðalfundar Eyþings 2017, sbr. rafpóstur dagsettur þann 23.11.2017.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:59.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs