Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sat fundinn.
Á 847. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 21. nóvember 2017, þar sem vísað er til umsóknar sveitarfélagsins um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2017. Niðurstaða úthlutunar er eftirfarandi:
Dalvík 103 þorskígildistonn
Hauganes 15 þorskígildistonn
Árskógssandur 255 þorskígildistonn.
Athygli bæjar- og sveitarstjórna er vakin á því að engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar frá reglugerð síðasta fiskveiðiárs, aðrar en magntölur og dagsetningar hafa breyst.
Engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um úthlutun byggðakvóta fiskiskipa aðrar en dagsetningar hafa breyst.
Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 20. desember 2017.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningaráðs."
Vísað til atvinnumála- og kynningarráðs.