Málsnúmer 201411098Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, formaður skólanefndar Menntaskólans á Tröllaskaga, og Lára Stefánsdóttir, skólameistari, kl. 8:15.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdi eftirfarandi ályktun skólanefndar frá 18. nóvember 2014:
Skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga lýsir efasemdum um hugmyndir menntamálaráðherra um sameiningu framhaldsskóla landsins. Áherslan á sameiningu virðist án tillits til fjárhags og stöðu þeirra skóla sem um ræðir, án tillits til fjölda nemenda, stefnu eða sérstöðu skólanna né mats á þeim árangri sem þeir eru að ná. Er ljóst að mati skólanefndar að sameining MTR við aðra skóla mun koma niður á starfi skólans og takmarka getu hans til að koma til móts við þarfir nemenda sinna og samfélags. Óljóst er með öllu hvaða sparnaður næst, hvaða faglegi ávinningur næst né hvaða tækifæri liggja í þessum breytingum fyrir nýjan skóla sem sannað hefur gildi sitt og verið til fyrirmyndar í innleiðingu nýjustu viðmiða í starfi framhaldsskóla.
Skólanefnd lítur svo á að vænlegasta leiðin til eflingar skólastarfs á landbyggðinni sé gegnum klasasamstarf framhaldsskóla. T.d. undir merkjum Fjarmenntaskólans um eflingu náms í dreifðum byggðum og samstarfi um kennslu nemenda skólanna til að tryggja trausta þekkingu fagmanna á þeim námsgreinum sem kenndar eru og auka hagkvæmni í rekstri skólanna.
Á fundinum lagði skólameistari MT fram yfirlit um rekstur og starfsemi skólans, dagsett þann 27.11.2014.
Til umræðu ofangreint.
Hildur Ösp og Lára viku af fundi kl. 09:04.