Byggðaráð

719. fundur 27. nóvember 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans Valdís Guðbrandsdóttir mætti í hans stað.

1.Frá stjórn Menntaskólans á Tröllaskaga; Ályktun skólanefndar Menntaskólans á Tröllaskaga; áhyggjur af framtíð skólans.

Málsnúmer 201411098Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, formaður skólanefndar Menntaskólans á Tröllaskaga, og Lára Stefánsdóttir, skólameistari, kl. 8:15.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi eftirfarandi ályktun skólanefndar frá 18. nóvember 2014:
Skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga lýsir efasemdum um hugmyndir menntamálaráðherra um sameiningu framhaldsskóla landsins. Áherslan á sameiningu virðist án tillits til fjárhags og stöðu þeirra skóla sem um ræðir, án tillits til fjölda nemenda, stefnu eða sérstöðu skólanna né mats á þeim árangri sem þeir eru að ná. Er ljóst að mati skólanefndar að sameining MTR við aðra skóla mun koma niður á starfi skólans og takmarka getu hans til að koma til móts við þarfir nemenda sinna og samfélags. Óljóst er með öllu hvaða sparnaður næst, hvaða faglegi ávinningur næst né hvaða tækifæri liggja í þessum breytingum fyrir nýjan skóla sem sannað hefur gildi sitt og verið til fyrirmyndar í innleiðingu nýjustu viðmiða í starfi framhaldsskóla.

Skólanefnd lítur svo á að vænlegasta leiðin til eflingar skólastarfs á landbyggðinni sé gegnum klasasamstarf framhaldsskóla. T.d. undir merkjum Fjarmenntaskólans um eflingu náms í dreifðum byggðum og samstarfi um kennslu nemenda skólanna til að tryggja trausta þekkingu fagmanna á þeim námsgreinum sem kenndar eru og auka hagkvæmni í rekstri skólanna.

Á fundinum lagði skólameistari MT fram yfirlit um rekstur og starfsemi skólans, dagsett þann 27.11.2014.

Til umræðu ofangreint.

Hildur Ösp og Lára viku af fundi kl. 09:04.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi:
Byggðarráð Dalvíkurbyggðar mótmælir harðlega þeim áformum stjórnvalda að skerða möguleika fólks á svæðinu til náms enda er það samfélagslegur ávinningur íbúanna á svæðinu að hér sé áframhaldandi uppbygging á námstækifærum sem ýta undir það að ungt fólk sjái tækifæri að setjast að í sinni heimabyggð sem og að laða að nýja íbúa. Byggðarráð telur mikilvægt að halda áfram jákvæðri uppbyggingu á svæðinu sem er í takt við áform stjórnvalda um eflingu byggða á landinu.

Byggðarráð tekur heilshugar undir ofangreinda ályktun skólanefndar og styður við bókun bæjarráðs Fjallabyggðar sem er eftirfarandi, sbr. fundur 18. nóvember s.l.:

"Bæjarráð Fjallabyggðar mótmælir harðlega þeim áformum stjórnvalda að skerða möguleika til framhaldsnáms í sveitarfélaginu. Áform þessi virðast hvorki tilgreina hvaða sparnaður eða faglegi ávinningur næst né hvaða tækifæri liggja í þessum breytingum fyrir nýjan skóla sem sannað hefur gildi sitt og hefur ávallt verið rekinn innan fjárlaga.

Menntaskólinn á Tröllaskaga er ein af grundvallarstofnunum samfélagsins sem hefur veitt fólki möguleika á að stunda framhaldsskólanám í sinni heimabyggð.

Fólk eldra en 25 ára hefur í miklum mæli stundað nám við skólann en með boðuðum breytingum mun slíkt ekki standa fólki til boða. Með þeim er vegið að starfsemi og sjálfstæði skólans og því skorar bæjarráð á þingmenn kjördæmisins að koma í veg fyrir að þessi áform verði að veruleika."

2.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2014-2018.

Málsnúmer 201411124Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 25. nóvember 2014, þar sem fram kemur að meðfylgjandi er stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014-2018 sem nær til flestra meginþátta í starfsemi sambandsins og sveitarfélaga og mun nýtast sem sterk leiðsögn við ákvarðanatöku stjórnar og vinnu starfsmanna sambandsins á nýju kjörtímabili og jafnframt fyrir þá fulltrúa sem tilnefndir eru á vegum sambandsins í nefndir, ráð og stjórnir.

Fram kemur meðal annars að um stefnumörkunina ríkir breið samstaða meðal sveitarstjórnarmanna en á landsþingi sambandsins sem haldið var á Akureyri í september sl. tóku um 200 fulltrúar nær allra sveitarfélaga landsins þátt í að ræða og móta hana. Stefnumörkunin var svo endanlega staðfest af stjórn sambandsins þann 21. nóvember 2014.

Stefnumörkunin er einnig send til ráðuneyta og alþingismanna.

Lagt fram til kynningar.

3.Frá Póst- og fjarskiptastofnun; Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES.

Málsnúmer 201411118Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Póst- og fjarskiptastofnun, dagsett þann 20. nóvember 2014, þar sem kynntar eru leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES.

Leiðbeiningunum er ætlað að vera til stuðnings við mat á því hvort verkefni opinberra aðila eða styrkt af þeim teljist til tilkynningarskyldra ríkisstyrkja og hvort styrkurinn teljist samrýmanlegur EES-samningnum með tilliti til þeirra undanþágureglna sem þar gilda.Þá var einnig tilgangur innanríkisráðuneytisins að setja fram samræmda lýsingu á tæknilegri tilhögun ljósleiðaraneta sem gæti stuðlað að vandaðri og hagkvæmari uppbyggingu og rekstri þeirra. Enn fremur að auðvelda opinberum aðilum skipulagningu slíkra verkefna og með því að útbúa fyrirmyndir að útboðsskilmálum auk samtengisamnings vegna reksturs slíkra neta.

Lagt fram til kynningar.

4.Frá Alþingi; Umsögn vegna kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum.

Málsnúmer 201411120Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 24. nóvember 2014, þar sem fram kemur að
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar umsagnar tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímstöðum á Fjöllum, 55. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 12. desember n.k.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0055.html


Lagt fram.

5.Frá Húsabakka ehf; ábendingar um viðhald; leigusamningur

Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer

Á 717. fundi byggðarráðs þann 13. nóvember 2014 var eftirfarandi bókað:

3. 201408038 - Fjárhagsáætlun 2015-2018;Frá Húsabakka ehf; ábendingar um viðhald. Leigusamningur á milli Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf.

Á 713. fundi byggðarráðs þann 17. október 2014 var meðal annars eftirfarandi bókað:
Formaður byggðarráðs og sveitarstjóri gerðu grein fyrir fundi sem þeir áttu ásamt umsjónarmanni fasteigna með forsvarsmönnum Húsabakka ehf. þann 13. október s.l.

Í tillögu að viðhaldi Eignasjóðs frá umhverfis- og tæknisviði er gert ráð fyrir 2,4 m.kr. vegna ársins 2015, en áætlaður kostnaður vegna viðhalds samkvæmt ábendingum í ofangreindu erindi er um 29 m.kr. vegna Húsabakka og þá hefur ekki allt verið tekið með í reikninginn. Einnig liggur fyrir mat umsjónarmanns fasteigna á frekari viðhaldsþörf, s.s. einangra og múra húsin að utan.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðhald vegna Húsabakka verði kr. 700.000 árið 2015.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarfélagið getur ekki orðið við þeim óskum um viðhald sem fram koma í erindi frá Húsabakka ehf. dagsettu þann 21. ágúst 2014.

Til umfjöllunar húsnæði Húsabakka.

Frekari umfjöllun frestað.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að uppsagnarbréfi á leigusamningi milli Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf. hvað varðar leigu á húsnæðinu Húsabakka.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leigusamningi við Húsabakka ehf. verði sagt um miðað við frá 1. desember 2014.
Rök byggðarráðs fyrir uppsögninni eru eftirfarandi, sbr. drög að uppsagnarbréfi:

Þegar litið er til kostnaðar sem sveitarfélagið hefur haft af viðhaldi undangengin misseri sem og þess gríðarlega mismunar sem er á leigutekjum og áætluðum kostnaði vegna óska leigutaka um viðhald og framkvæmdir telur Dalvíkurbyggð sér ekki fært sem leigusala að standa við gerðan leigusamning. Ekki eru fjárheimildir hjá sveitarfélaginu til að ráðstafa svo háum fjárhæðum til viðhalds sem leigutaki óskar eftir og telur nauðsynlegt fyrir starfsemina á staðnum.

Sveitarfélagið á ekki annarra kosta völ en að nýta ákvæði 4. mgr. 2. gr. leigusamningsins um Húsabakka, sbr. 1. gr. samningsins að segja samningnum upp með sex mánaða fyrirvara frá 1. desember 2014 að telja.

Um leið tilkynnir Dalvíkurbyggð að húsaleigusamningur um húsnæðið að Rimum verður ekki endurnýjaður og lýkur að óbreyttu 31. desember 2014, sbr. viðauka dags. 12. júní 2014. Byggðarráð samþykkir að það sé tilbúið til að gera tímabundinn samning um húsnæðið að Rimum til og með 31. maí 2015.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að upplýsa forsvarsmenn Húsabakka ehf. um ofangreint sem og að ganga frá uppsagnarbréfi í samræmi við þau drög sem liggja fyrir.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að hefja undirbúning að sölu á húsnæðinu á Húsabakka.

6.Sala íbúða; kauptilboð í Ásholt 2b

Málsnúmer 201203100Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti kauptilboð í húsnæði sveitarfélagsins við Ásholt 2b, fastanúmer 215-6669, móttekið 21.11.2014, frá Elvari Reykjalín, kt. 261254-7199. Tilboðsfjárhæð er kr. 8.300.000.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð og söluna á íbúðinni.

7.Sala íbúða; Kauptilboð í Klapparstíg 7.

Málsnúmer 201203105Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti kauptilboð í fasteign sveitarfélagsins við Klapparstíg 7, fastanúmer 215-6678, móttekið 21.11.2014, frá Ingibjörgu Sigurðardóttur, kt. 040459-5539, á grundvelli forkaupsréttar samkvæmt reglum sveitarfélagsins um sölu íbúða. Dalvíkurbyggð hefur gert gagntilboð að upphæð kr. 9.900.000 sem er óstaðfest af tilboðsgjafa.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint gagntilboð og söluna á íbúðinni.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201411125Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201411128Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.