Málsnúmer 201306043Vakta málsnúmer
Tekið fyrir afrit af erindi slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar, dagsett þann 13. júní 2013, til Vegagerðarinnar um Múlagöng.
Fram kemur m.a. að vegna fyrirhugaðra endurbóta á Múlagöngum á næstunni þá vona bréfritarar að við þær endurbætur verði staðið þannig að verki að slysahætta verði lágmörkuð eins og hægt er. Vert er að minna Vegagerðina á þeirra ábyrgð gagnvart þeim vegfarendum sem um göngin fara, ef viðbragðsaðilar komast ekki á slysstað vegna skorts á búnaði í göngunum. Á meðan að ástand er svona varðandi öryggismál í göngunum að hálfu Vegagerðarinnar geta slökkviliðsstjórar Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar ekki ábyrgst að slökkviliðin geti staðið að björgunaraðgerðum með góðu móti í göngunum.