Byggðaráð

667. fundur 27. júní 2013 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Greiðri leið; Aðalfundarboð 2013.

Málsnúmer 201306042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Greiðri leið ehf., bréf dagsett þann 12. júní 2013, þar sem boðað er til aðalfundar föstudaginn 28. júní n.k. kl. 13:00.
Lagt fram.

2.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2013.

Málsnúmer 201306035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá styrktarsjóði EBÍ, dagsett þann 11. júní 2013, þar sem gefinn er kostur á að senda inn umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir ágústlok n.k.
Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna og skulu verkefnin falla undir reglur sjóðsins.
Byggðarráð  óskar eftir að framkvæmdastjórn taki ofangreint til skoðunar.

3.Frá slökkviliðsstjórum Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar; Múlagöng - afrit af sameiginlegu bréfi til Vegagerðarinnar.

Málsnúmer 201306043Vakta málsnúmer

Tekið fyrir afrit af erindi slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar, dagsett þann 13. júní 2013, til Vegagerðarinnar um Múlagöng.

Fram kemur m.a. að vegna fyrirhugaðra endurbóta á Múlagöngum á næstunni þá vona bréfritarar að við þær endurbætur verði staðið þannig að verki að slysahætta verði lágmörkuð eins og hægt er. Vert er að minna Vegagerðina á þeirra ábyrgð gagnvart þeim vegfarendum sem um göngin fara, ef viðbragðsaðilar komast ekki á slysstað vegna skorts á búnaði í göngunum. Á meðan að ástand er svona varðandi öryggismál í göngunum að hálfu Vegagerðarinnar geta slökkviliðsstjórar Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar ekki ábyrgst að slökkviliðin geti staðið að björgunaraðgerðum með góðu móti í göngunum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda erindi, í samræmi við umræður á fundinum,  til þingmanna kjördæmisins um ofangreint.

4.Byggðasamlag um málefni fatlaðra; rekstur 2013.

Málsnúmer 201305077Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði byggðarráði grein fyrir fundi sem hún sótti ásamt formanni félagsmálaráðs miðvikudaginn 19. júní s.l. í Miðgarði. Til umfjöllunar var rekstur Byggðasamlags SSNV um málefni fatlaðra fyrir árið 2013.

5.Frá menningarráði Dalvíkurbyggðar; Stefnumótun í menningarmálum fyrir sveitarfélög á starfssvæði Eyþings.

Málsnúmer 1206078Vakta málsnúmer

Á 38. fundi menningarráðs þann 30. maí 2013 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdu drög að stefnumótun í menningarmálum á starfssvæði Eyþings sem unnin er af menningaráði Eyþings. Stefnan er hluti af svæðisbundinni sóknaráætlun 20/20.


Menningarráð gerir ekki athugasemdir en óskar eftir að byggðaráð taki stefnuna til umfjöllunar sér í lagi sjöunda lið stefnunnar.

Ofangreint til umræðu á fundi byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu til næsta fundar þannig að tækifæri gefist til að fara yfir fjárhagshliðar málsins.

6.Frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur;Úrsögn úr umsjónarnefnd með Friðlandi Svarfdæla.

Málsnúmer 201306059Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Helgu Íris Ingólfsdóttur, dagsettur þann 21. júní 2013, þar sem hún óskar lausnar sem fulltrúi Dalvíkurbyggðar í Umsjónarnefnd með Friðlandi Svarfdæla.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita Helgu Írisi lausn frá störfum og þakkar henni fyrir starfið í nefndinni.

7.Frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Leiðbeiningar til stjórnenda varðandi beiðni um aðgang að upplýsingum skv. upplýsingalögum- drög.

Málsnúmer 201306070Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga að leiðbeiningum til stjórnenda vegna beiðna um aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 ásamt tillögu að eyðublaði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar leiðbeiningar ásamt eyðublaði.

8.Íbúagátt Dalvíkurbyggðar; Mín Dalvíkurbyggð - kynning á fundinum.

Málsnúmer 201306069Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fyrir byggðarráði íbúagátt Dalvíkurbyggðar, Mín Dalvíkurbyggð, sem fór í loftið í gær 26.06.2013.

9.Íþrótta- og æskulýðsráð - 48

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs