Stefnumótun í menningarmálum fyrir sveitarfélög á starfssvæði Eyþings.

Málsnúmer 1206078

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 32. fundur - 10.09.2012

Tekið var fyrir bréf, dagsett 26. júní 2012, þar sem Menningarráð Eyþings óskar eftir svörum við sjö spurningum vegna stefnumótunar í menningarmálum fyrir sveitarfélögin á starfssvæði Eyþings. Menningarráð Dalvíkurbyggðar er að vinna að nýrri menningarstefnu og er því ekki reiðubúið til að svara jafn veigamiklum spurningum fyrr en að þeirri vinnu líkur. Jafnframt óskar menningarráð eftir upplýsingum um markmiðið með gerð stefnunnar og hvaða tilgangi henni er ætlað að þjóna.

Menningarráð - 38. fundur - 30.05.2013

Með fundarboði fylgdi drög að stefnumótun í menningarmálum á starfssvæði Eyþings unnin er að menningaráði Eyþings. Stefnan er hluti af svæðisbundinni sóknaráætlun 20/20.  Menningarráð gerir ekki athugasemdir en óskar eftir að byggðaráð taki stefnuna til umfjöllunar sér í lagi sjöunda lið stefnunnar.

Byggðaráð - 667. fundur - 27.06.2013

Á 38. fundi menningarráðs þann 30. maí 2013 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdu drög að stefnumótun í menningarmálum á starfssvæði Eyþings sem unnin er af menningaráði Eyþings. Stefnan er hluti af svæðisbundinni sóknaráætlun 20/20.


Menningarráð gerir ekki athugasemdir en óskar eftir að byggðaráð taki stefnuna til umfjöllunar sér í lagi sjöunda lið stefnunnar.

Ofangreint til umræðu á fundi byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu til næsta fundar þannig að tækifæri gefist til að fara yfir fjárhagshliðar málsins.

Byggðaráð - 668. fundur - 11.07.2013

Á 667. fundi byggðarráðs þann 27. júní 2013 var eftirfarandi bókað:
Á 38. fundi menningarráðs þann 30. maí 2013 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdu drög að stefnumótun í menningarmálum á starfssvæði Eyþings sem unnin er af menningaráði Eyþings. Stefnan er hluti af svæðisbundinni sóknaráætlun 20/20.


Menningarráð gerir ekki athugasemdir en óskar eftir að byggðaráð taki stefnuna til umfjöllunar sér í lagi sjöunda lið stefnunnar.

Ofangreint til umræðu á fundi byggðarráðs.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu til næsta fundar þannig að tækifæri gefist til að fara yfir fjárhagshliðar málsins.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að afgreiðslubókun byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu sveitarstjóra eins og hún liggur fyrir.