Málsnúmer 201902143Vakta málsnúmer
Undanfarnar vikur hefur verið til skoðunar og umfjöllunar erindi Íslandsþara um mögulega staðsetningu á starfsemi fyrirtækisins á Dalvík. Fyrirtækið hefur ekki ákveðið endanlega staðsetningu en verið í viðræðum við Norðurþing og Dalvíkurbyggð. Starfsemi fyrirtækisins snýst um veiðar og vinnslu á stórþara úti fyrir norðurlandi. Starfsemi fyrirtækisins mun byggja á nýjustu tækni og ströngum viðmiðum um hreinlæti, sjálfbærni og umhverfisvernd.
Staðsetning með góðu aðgengi að hafnarkanti er mikilvæg fyrir svo hafnsækna starfsemi og því er horft til nýrrar landfyllingar við Sandskeið sem er merkt L2 ný landfylling á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar. Fyrirtækið óskar eftir hærra hitastigi á vatni heldur en Dalvíkurbyggð getur afhent eins og er en unnið er að því að afla upplýsinga og gagna vegna þeirra innviða og uppbyggingu sem starfsemin þarfnast svo hægt sé að taka afstöðu til erindisins.
Á 1021. fundi Byggðaráðs sem haldinn var þann 17. mars sl. var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð hefur frá upphafi verið áhugasamt um starfsemi fyrirtækisins og telur hana falla vel að stefnu sveitarfélagsins um umhverfisvæna starfsemi sem byggir á frumvinnslu og fullvinnslu hágæðavöru með sjálfbærri nýtingu auðlinda.
Byggðaráð felur sveitarstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gagnaöflun vegna verkefnisins.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
Framangreint lagt fram til kynningar