Umsókn um styrk úr nýsköpunar- og þróunarsjóði

Málsnúmer 202203155

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 70. fundur - 06.04.2022

Tekin fyrir umsókn frá Bergi Þór Jónssyni. Sótt er um styrk úr sjóðnum fyrir samfélagsverkefninu sjalfstraust.is. Verkefninu er ætlað að verða stuðningur á öllum mögulegum sviðum fyrir þá sem skortir heilbrigt sjálfstraust.
Umsókn tekin til efnislegrar umfjöllunar og ákvörðun frestað til næsta fundar ráðsins.

Atvinnumála- og kynningarráð - 71. fundur - 04.05.2022

Tekin fyrir umsókn í nýsköpunar- og þróunarsjóð frá Bergi Þór Jónssyni
Heimild Nýsköpunar- og þróunarsjóðs Dalvíkurbyggðar til úthlutunar samkvæmt fjárhagsáætlun 2022 er kr. 1.000.000. Í reglum sjóðsins kemur fram að hámarksstyrkur hvers verkefnis getur aldrei orðið hærri en kr. 500.000 og skulu ekki fleiri en 6 verkefni styrkt ár hvert. Alls bárust 3 umsóknir í sjóðinn. Allar umsóknir eru gildar sem Atvinnumála- og kynningarráð metur allar álitlegar á grundvelli 7. gr. um Mat á umsóknum og samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að veita styrk í verkefnið