Veitu- og hafnaráð

16. fundur 10. september 2014 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Ásdís Jónasdóttir boðaði forföll og sat Silja Pálsdóttir í hennar stað. Óskar Óskarsson boðaði forföll og enginn varamaður í hans stað.

1.Fundargerðir Hafnasambandsins 2014.

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Fyrir fundinu lá fundargerð 366. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 15. ágúst 2014.
Lögð fram til kynningar

2.Hafnir landsins og matvælaöryggi

Málsnúmer 201310076Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 11. október 2013 kemur fram að olíutankur er staðsettur óþarflega nærri löndunaraðstöðu á Árskógssandi.
Veitu- og hafnaráð samþykkir fyrirhugaða staðsetningu á olíutanki og óskar eftir því við Skeljung hf. að flytja hann á þann stað sem fram kemur á teikningu.

3.Tilboð í öryggismyndavélabúnað

Málsnúmer 201409039Vakta málsnúmer

Öryggismál hafna hafa verið til umræðu um tíma en sú tækni sem öryggismyndavélar bjóða uppá geta tryggt betur bæði menn og skip.
Fyrir fundinum liggur tilboð frá Icetronica í slíkan búnað fyrir hafnir Dalvíkurbyggðar.
Veitu- og hafnaráð þakkar tilboðið sem er áhugavert en það er ekki tímabært að fara í þessa framkvæmd á þessum tímapunkti. Ráðið felur sviðstjóra að ræða við tölvuumsjónarmann um öryggismyndavélakerfi á höfnunum.

4.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409041Vakta málsnúmer

Unnið hefur verið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015, fyrir þá málaflokka sem heyra undir veitu- og hafnaráð. Sviðsstjóri kynnti vinnugögn í tengslum við fjárhagsáætlunargerðina ásamt tillögu að breytingu að gjaldskrám fyrir 2015.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að gjaldskrár sem heyra undir ráðið taki breytingum byggingarvísitölu frá september 2013 til september 2014. Frávik frá þessu er ef gjaldtaka byggist á útseldum launataxta þá breytist gjaldskrá samkvæmt forsendum fjárhagsáætlunar fyrir 2015 og útselt rafmagn taki breytingum samkvæmt hækkun á gjaldskrá Rarik og Orkusölunnar.
Það skal tekið fram að unnið er að gerð nýrrar gjaldskrá fyrir Hitaveitu Dalvíkur sem kemur til með að taka mið af seldri orku í stað m3. Stefnt er að því að sú gjaldskrá taki gildi um áramótin 2014 - 2015.

5.Karlsá, tenging við veitukerfi Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201409050Vakta málsnúmer

Jökull Bergmann sendir inn erindi f.h. Bergmanna ehf. um ósk að íbúðarhúsið að Karlsá verði tengt hita- og vatnsveitu Dalvíkurbyggðar. Fram kemur í erindi hans að fyrirhugað er að leggja rafmagn frá Hóli og vaknar þá upp sú spurning um hvort hægt sé að samnýta skurðinn fyrir allar veitur. Um er að ræða skurðlengd sem er um 1,5 km. langur.
Einnig kemur fram í erindi hans ósk um endurnýjun á rotþró.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að sett verði niður rotþró að Karlsá. Einnig er samþykkt að tengja kalt vatn og leggja rör fyrir ljósleiðara að Karlsá. Ráðið óskar eftir ferkari upplýsingum um þá þörf á heitu vatni sem óskað er eftir.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs