Veitu- og hafnaráð

4. fundur 28. ágúst 2013 kl. 16:00 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Berglind Björk Stefánsdóttir Formaður
  • Kolbrún Reynisdóttir Aðalmaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Þorsteinn Már Aðalsteinsson Varaformaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Svanfríður Inga Jónasdóttir Hafnastjóri
Dagskrá

1.Hafskipakantur á Dalvík

Málsnúmer 201303120Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá skýrsla Siglingastofnunar; Dalvíkurhöfn, hafskipakantur. Tillögur og kostnaðarmat. Júní 2013.

Í skýrslunni eru teknar fyrir þrjár útfærslur á hafskipakanti í Dalvíkurhöfn; tillaga I, II og III. Veitu- og hafnaráð hafði áður valið svokallaða leið C sbr.minnisblað Siglingastofnunar frá 6. maí 2013. Tillaga I byggir á þeirri leið. Kostnaður við þá leið er áælaður alls 325 mkr. með VSK. Tillaga II gerir ráð fyrir lengri kanti og stærri þekju og upplandi. Heildarkostnaður við hana er 383 mkr með VSK.
Fyrir liggur álit endurskoðanda hafnarinnar á möguleikum hennar varðandi þessa fjárfestingu m.v. tiltekna lánsupphæð, lánstíma og vexti.

Veitu- og hafnaráð samþykkir að farin verði leið II og felur sviðsstjóra og hafnastjóra að láta hanna mannvirkið m.v. þá útfærslu. Einnig að könnuð verði fjármögnun framkvæmdarinnar m.v. að hún nái yfir tveggja ára tímabil, frá hausti 2013 að telja.Kostnaður við hönnun og útboð er áætlaður um 3 mkr. og kostnaður við botnrannsóknir og dýptarmælingar, sem fara munu fram síðar á haustinu, um 4 mkr. Ekki var gert ráð fyrir þessum fjármunum á fjárhagsáætlun hafnarinnar í ár og felur ráðið stjórnendum að skoða hvort hægt er að koma þessum kostnaði fyrir innan ársins eða hvaða leið verður farin.

2.Hafnafundur 2013, í Grindavík

Málsnúmer 201308056Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boð á 6. hafnafund Hafnasambands Íslands sem haldinn verður í Grindavík 20. september 2013.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að hafnastjóri, sviðsstjóri og yfirhafnavörður sæki fundinn.

3.Tilskipun um brennistein í skipaolíu

Málsnúmer 201305022Vakta málsnúmer

Tekið fyrir kynningarefni frá Umhverfisstofnun um tilskipun um brennistein í skipaolíu, en efnið barst 8. maí sl. frá Hafnasambandi Íslands sem sendi það út á aðildarhafnir.
Lagt fram.

4.Framkvæmdir ársins 2014, tillögur

Málsnúmer 201308068Vakta málsnúmer

Fyrir liggur framkvæmdalisti veitu- og hafnasviðs, tillögur fyrir fjárhagsárið 2014, sem sviðsstjóri hefur tekið saman fyrir 42 - Hafnir, 44 - Vatnsveita, 48 - Hitaveita og 74 - Fráveita.
Lagt fram til kynningar og undirbúnings gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Berglind Björk Stefánsdóttir Formaður
  • Kolbrún Reynisdóttir Aðalmaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Þorsteinn Már Aðalsteinsson Varaformaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Svanfríður Inga Jónasdóttir Hafnastjóri