Málsnúmer 201303120Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum lá skýrsla Siglingastofnunar; Dalvíkurhöfn, hafskipakantur. Tillögur og kostnaðarmat. Júní 2013.
Í skýrslunni eru teknar fyrir þrjár útfærslur á hafskipakanti í Dalvíkurhöfn; tillaga I, II og III. Veitu- og hafnaráð hafði áður valið svokallaða leið C sbr.minnisblað Siglingastofnunar frá 6. maí 2013. Tillaga I byggir á þeirri leið. Kostnaður við þá leið er áælaður alls 325 mkr. með VSK. Tillaga II gerir ráð fyrir lengri kanti og stærri þekju og upplandi. Heildarkostnaður við hana er 383 mkr með VSK.
Fyrir liggur álit endurskoðanda hafnarinnar á möguleikum hennar varðandi þessa fjárfestingu m.v. tiltekna lánsupphæð, lánstíma og vexti.