Veitu- og hafnaráð

40. fundur 21. október 2015 kl. 13:00 - 17:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Óskar Óskarson boðar forföll og hans varamaður, Silja Pálsdóttir, mætir í hans stað.

1.Sérstakt strandveiðigjald hafna

Málsnúmer 201510042Vakta málsnúmer

Með bréfi frá Fiskistofu frá 8. október 2015 kemur fram sundurliðun á þeirri fjárhæð sem kemur í hlut Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar vegna "Sérstaks strandveiðigjaldi hafna".



Dalvíkurhöfn kr. 555.931,-

Hauganeshöfn kr. 23.146,-
Lagt fram til kynningar.

2.Grímseyjarferja, aðstaða við Dalvíkurhöfn.

Málsnúmer 201505173Vakta málsnúmer

Með rafbréfi sem barst 9. október 2015 kemur fram að Vegagerð ríkisins er tilbúin að koma að framkvæmd á gerð bílastæða vegna Grímeyjarferju að fjárhæð kr. 1 m.kr. framlagi.
Lagt fram til kynningar.

3.Aðstöðuhús fyrir Hríseyjarferju á Árskógssandi.

Málsnúmer 201505025Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 9. október 2015, fylgdi minnisblað þar sem farið er yfir þá kosti sem til greina koma í allítarlegu máli.
Veitu- og hafnaráð mælir með því að leið b verði farin, en hún er tilgreind á framlögðu minnisblaði frá Vegagerð ríkisins sem dagsett er 7. október 2015.

4.Fundargerðir Hafnasambandsins 2015

Málsnúmer 201501125Vakta málsnúmer

Fundargerð 377. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Haldinn 21. september 2015.
Lögð fram til kynningar.

5.Drög að breytingu á lögum um vatnsveitur

Málsnúmer 201510058Vakta málsnúmer

Nú hafa verið birt til kynningar og umsagnar, drög að lagafrumvarpi um breytingar á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004.



Tilefni breytinganna eru nýlega fallnir dómar Hæstaréttar (mál nr. 396/2013 og 397/2013) þar sem fram kom þrengri túlkun á skyldu húseigenda til greiðslu vatnsgjalds en vatnsveitur sveitarfélaganna hafa almennt hingað til byggt gjaldtöku sína á.

Í framhaldi af úrskurðum og dómum um þau mál, þá sendi Samorka ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga erindi til innanríkisráðherra þar sem kallað var eftir nauðsynlegum lagabreytingum. Þá fór af stað samráðsferli í óformlegum starfshópi, þar sem ráðuneytið hefur unnið að frumvarpi þessu, með þátttöku fulltrúa Samorku, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Orkuveitu Reykjavíkur.

Lagt fram til kynningar.

6.Reglur um staðfestingu á gjaldskrám hitaveitna.

Málsnúmer 201510059Vakta málsnúmer

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur tilkynnt Samorku að búið sé að skrifa undir nýjar reglur um staðfestingu á gjaldskrám hitaveitna, og senda þær til birtingar í Stjórnartíðindum. Reglurnar munu taka gildi við þá birtingu, væntanlega í lok október.



Forsaga málsins er sú að undanfarið hafa ný lög um starfsemi hitaveitna nokkrum sinnum verið á dagskrá hjá iðnaðarráðherra, en ráðuneytið hefur talið nauðsynlegt að auka formfestu við staðfestingu breytinga á gjaldskrám hitaveitna. Samorka hefur á hinn bóginn haldið því fram að ekki sé ástæða til að setja ný lög um hitaveitur, og að ágæt sátt ríki um núverandi fyrirkomulag. Þau drög að nýjum hitaveitulögum sem fram hafa komið hafa iðulega falið í sér stóraukið eftirlit og tilheyrandi gjaldtöku, að okkar mati af litlu tilefni.



Á síðasta ári varð það svo sameiginleg niðurstaða stjórnar Samorku og iðnaðar- og viðskiptaráðherra að í stað þess skyldi unninn einskonar gátlisti um gagnaskil hitaveitna. Í framhaldi af því var settur af stað starfshópur ráðuneytisins, Samorku og Orkustofnunar, sem unnið hefur að málinu síðan. Niðurstaðan úr þessari vinnu eru þær reglur sem nú hafa verið staðfestar.



Þess má geta að fagráð hitaveitna í Samorku hefur á öllum stigum málsins fjallað um það og verið með í ráðum. Auk þess voru reglurnar sendar til umsagnar til allra hitaveitna í Samorku.

Lagt fram til kynningar.

7.Ósk um að frárennslisgjöld verði felld niður

Málsnúmer 201509124Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist frá Elíasi Þór Höskuldssyni þar sem hann óskar eftir því að rotþróargjald verði felt niður fyrir árin 2014 og 2015. Fram kemur í máli hans að rotþróin og lagnir séu hans eign.
Sviðsstjóra falið að ræða við Elías Þór um erindið.

8.Viljayfirlýsing um vatnsaflvirkjun í Brimnesá.

Málsnúmer 201508020Vakta málsnúmer

Á 35. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19. ágúst 2015 var fjallað um ofangreint mál þar sem fram kom eftirfarandi: "Á fund sveitarstjóra kom Garðar Lárusson, frá Íslenskri Vatnsorku ehf, hann kynnti fyrirtækið áhuga þess að koma að byggingu vatnsaflsvirkjunar í Brimnesá.

Fyrir fundinum liggja drög að viljayfirlýsingu um framangreinda framkvæmd."

Afgreiðslu málsins var frestað.

Veitu- og hafnaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað og sveitarstjórn feli umhverfisráði að huga að auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð.

9.Viljayfirlýsing um samstarf.

Málsnúmer 201506149Vakta málsnúmer

Á 35. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19. ágúst 2015 var fjallað um ofangreint mál þar sem fram kom eftirfarandi:

"Bjarni Th. átti fund með fulltrúum EAB á skrifstofu Fallorku þann 12.júní 2015. Fundur haldinn af tilstuðlan Andra Teitssonar frmkv.stj. Fallorku sem skrifaði nýverið undir viljayfirlýsingu á milli Fallorku og EAB á aðalfundi AFE þann 20.maí 2015. Fulltrúar EAB sendu drög að viljayfirlýsingu til Dalvíkurbyggðar í framhaldinu til skoðunar."

Veitu- og hafnaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað og sveitarstjórn feli umhverfisráði að huga að auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs