Veitu- og hafnaráð

17. fundur 23. september 2014 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Ásdís Jónasdóttir boðaði forföll en varamaður mætti ekki til fundar.
Á fundinn undi 1. lið kom sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kl. 9:10 og yfirgaf fund kl. 9:30.

1.Fjárhags- og starfsáætlun fyrir árið 2015.

Málsnúmer 201409041Vakta málsnúmer

Til umræðu var fjárhags- og starfsáætlun fyrir veitu- og hafnasvið einnig var til umræðu framkvæmdaáætlun næsta árs, en hún er hluti af starfsáætlun sviðsins. Fjárhagsáætlunin var einnig kynnt á síðasta fundi ráðsins.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðstjóri, mætti til fundar undir þessum lið og svaraði fyrirspunum ráðsmanna um lánamál og afskriftir veitna og hafna.
Sviðstjóra var falið að lagfæra framlagða fjárhags- og starfsáætlun fyrir árið 2015 til samræmis við þær breytingar sem gerðar voru á fundinum.

2.Hafnasamlag Norðurlands, samráðsfundur á Akureyri

Málsnúmer 201403115Vakta málsnúmer

13. mars sl. var haldinn sameiginlegur fundur stjórna Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og Hafnasambands Norðurlands. Samantekt vegna þessa fundar er meðfylgjandi fundargagn með þessum fundi.
Ráðið fór yfir fyrri samskipti á milli hafnanna.
Ráðið frestar umræðu um framangreint mál til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs