Veitu- og hafnaráð

102. fundur 12. mars 2021 kl. 08:00 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202102001Vakta málsnúmer

Fundargerð 432. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Fundurinn var haldinn föstudaginn 19. febrúar 2021 kl. 11:30 og fór hann fram í gegnum fjarfundarbúnað.
Lagt fram til kynningar.

2.Móttaka á sorpi á hafnasvæðum

Málsnúmer 202103024Vakta málsnúmer

Með vísan til 4. dagskrárliðar 432. fundar Hafnasambandsins, sem er á dagskrá ráðsins hér að framan: "Samræmd móttaka á sorpi frá skipum í öllum höfnum" þar sem segir: "Lagt fram bréf Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, dags. 10. febrúar 2021, þar sem hafnasambandið er hvatt til að vinna að samræmingu á verklagi og tryggja aðstöðu í höfnum fyrir skip til að skila af sér flokkuðu sorpi. Og ennfremur að tryggja að móttökuaðilar hafna séu í stakk búnir að koma úrgangi sem kemur flokkaður að landi, til endurvinnslu"
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að tryggja það að móttaka á endurvinnanlegum úrgangi frá skipum og bátum verði möguleg hjá höfnum Hafnasjóðs.

3.Hafnarfundur 2021

Málsnúmer 202103025Vakta málsnúmer

Með rafbréfi, sem dagsett er 5.mars 2021, er boðað til hafnafundar en þar segir: "Stjórn Hafnasambands Íslands boðar hér með til 10. hafnafundar, sem haldinn verður í Hafnarfirði, föstudaginn 21. maí nk. Gert er ráð fyrir að dagskrá fundarins hefjist um kl. 10:30 og að formlegum fundahöldum ljúki um kl. 16:00 sama dag. Ef aðstæður leyfa verður í framhaldi farið í kynnisferð um Hafnarfjarðarhöfn og endað í móttöku og hátíðarkvöldverði.

Nánari upplýsingar verða sendar út þegar nær dregur.
Lagt fram til kynningar.

4.Til umsagnar frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.

Málsnúmer 202102157Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 23.2.2021, sendir Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til umsagnar frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál. Einnig kemur fram að óskað sé að umsögnin berist eigi síðar en 9. mars 2021.
Í 5. kafla í greinargerðinni með frumvarpinu kemur fram að sjö umsagnir bárust þar á meðal frá Hafnasambandinu.
Lagt fram til kynningar.

5.Árskógssandshöfn, frumrannsókn vegna ókyrrðar í höfninni.

Málsnúmer 202103040Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga að lengingu brimvarnargarðs við Árskógssandshöfn til að auka kyrrð fyrir aust-norðaustan vindöldu

Fram kemur í máli hönnuðar að annars vegar er garðurinn lengdur fram um 60 m með nær óbreyttri stefnu og hins vegar með breyttri stefnu sem liggur meira með landinu. Með síðari stefnunni fæst betra skjól en á hinn bóginn verður þannig minna svigrúm fyrir báta sem sinna fiskeldi innan garðs og jafnframt verður eitthvað þrengra að komast til hafnar.
Einnig eru lagðar fram teikningar til frekari skýringar.
Í framhaldi af upplýsingum frá hafnardeild Vegagerðarinnar samþykkir veitu- og hafnaráð að óska eftir frekari straumfræðiathugunum í Árskógssandshöfn.
Með vísan til 4. dagskráliðar 101. fundargerðar veitu- og hafnaráðs samþykkir veitu- og hafnaráð að upplýsingum sem unnar hafa verið af hafnadeild Vegagerðarinnar verði komið til umsækjanda um landfyllingu við Árskógssandhöfn og jafnframt að notendum hafnarinnar verði kynnt fyrirhuguð framkvæmdaáform.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs