Ungmennaráð

2. fundur 20. mars 2014 kl. 18:00 - 18:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Dagur Atlason Aðalmaður
  • Sunneva Halldórsdóttir Aðalmaður
  • Þórdís Rögnvaldsdóttir Aðalmaður
  • Hera Margrét Guðmundsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Dögg Guðmundsdóttir Aðalmaður
  • Hugrún Lind Bjarnadóttir Varamaður
  • Björgvin Páll Hauksson Varamaður
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
  • Viktor Már Jónasson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá
Ásdís Dögg Guðmundsdótir boðaði forföll og ekki gafst tími til að boða varamann.

1.Barnamenningarhátíð 2014

Málsnúmer 201403096Vakta málsnúmer

Viktor kynnti hvernig Barnamenningarhátíð var haldin á síðasta ári. Ungmennaráð leggur til að skoðað verði samstarf við félög, t.d. leikfélagið. Einnig að íþróttamiðstöðin verði notuð, það er hægt að vera í samstarfi við íþróttafélögin og enda á sundlaugarskemmtun. Einnig væri sniðugt að tala við Ingu Möggu um að vera með dans. Hafa þarf í huga að skipta námskeiðum upp eftir getu og aldri. Ungmennaráð gefur kost á sér að stýra einhverskonar smiðju, t.d Tie Dye bolir.

2.Boð á þjóðfund unga fólksins

Málsnúmer 201403068Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð á þjóðfund unga fólksins.

3.Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2014

Málsnúmer 201403070Vakta málsnúmer

Viktor og Gísli kynntu fyrirkomulag ráðstefnunnar. Hugsanlega fara fulltrúar úr ungmennaráði, þeir munu gefa svar á morgun.

4.SAFT fræðsla

Málsnúmer 201403166Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á SAFT fræðslu. Stefnt verður á að halda kynningu fyrst á Dalvík og svo verður skoðaður möguleikinn á frekari fræðslu. Á næsta fundi mun ungmennaráðið setja saman fyrirlesturinn.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Dagur Atlason Aðalmaður
  • Sunneva Halldórsdóttir Aðalmaður
  • Þórdís Rögnvaldsdóttir Aðalmaður
  • Hera Margrét Guðmundsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Dögg Guðmundsdóttir Aðalmaður
  • Hugrún Lind Bjarnadóttir Varamaður
  • Björgvin Páll Hauksson Varamaður
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
  • Viktor Már Jónasson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar