Ungmennaráð

31. fundur 07. maí 2021 kl. 16:00 - 17:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Daníel Rosazza aðalmaður
  • Magnús Rosazza formaður
  • Þröstur Ingvarsson varaformaður
  • Rebekka Ýr Davíðsdóttir aðalmaður
  • Hugi Baldvin Helgason varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá
Þormar Ernir boðaði forföll og mætti Hugi Baldvin í hans stað.

1.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 202103014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Jafnréttisstofu dags. 03.03.21 þar sem kynnt eru tvenn ný lög frá Alþingi sem lúta að jafnréttismálum og leysa af hólmi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Nýju lögin eru annars vegar lög um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 og hins vegar lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Sveitarfélög skulu eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar gera áætlun um jafnréttismál og taka til markmiða og aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun, ekki eingöngu vegna kyns heldur jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðana, fötlunar o.s.frv. Ekki er kveðið á um skipun sérstakra jafnréttisnefnda heldur skal sveitarstjórn fela byggðarráði eða annarri fastanefnd sveitarfélagsins að fara með jafnréttismál.

2.Óskað eftir fulltrúum í samráðsvettvang vegna Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.

Málsnúmer 202105046Vakta málsnúmer

SSNE óskar eftir fulltrúum í samráðsvettvang vegna Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.
Samráðsvettvangurinn skal hafa beina aðkomu að gerð og endurskoðun sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar a.m.k. árlega. Afar mikilvægt er að heyra raddir sem flestra og hvetjum við því ungt fólk og fólk af ólíkum uppruna sérstaklega til að gefa kost á sér.
Lagt fram til kynningar.

3.Sumarstörf námsmanna 2021

Málsnúmer 202104134Vakta málsnúmer

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið í samræmi við tillögu ríkisstjórnar Íslands, að verja um 2.400 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni um að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Vinnumálastofnun mun stýra átakinu sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins, félagasamtök og sveitarfélög. Vonir standa til að með átakinu verði til allt að 2.500 tímabundin störf í allt að 2,5 mánuði í sumar fyrirnámsmenn sem skiptast á milli opinberra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka.
Dalvíkurbyggð hefur fengið úthlutað 5 störfum.
Ungmennaráð hvetur sveitarstjórn að sjá til þess að ekkert ungmenni í Dalvíkurbyggð verði án atvinnu í sumar. Ugmennaráð hefur áhyggjur af stöðu þeirra sem ekki fá vinnu og langtímaáhrifum þess.

4.Sumarnámskeið 2021

Málsnúmer 202105047Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrir ráðinu þær hugmyndir sem eru varðandi sumarnámskeið 2021.
Í sumar verður t.a.m. boðið upp á námskeið í rafíþróttum.

5.Kosning til ungmennaráðs haust 2021

Málsnúmer 202105048Vakta málsnúmer

Í erindisbréfi ungmennaráðs segir að ungmennaráði eiga sæti fimm fulltrúar, sem eru kjörnir til tveggja ára í sinn á þingi ungmenna í Dalvíkurbyggð sem haldið skal fyrir 1. október annað hvert ár.
Ráðið mun skipuleggja ungmennaþing á næsta fundi sem haldinn verðu í ágúst.

6.Ungt fólk og SSNE

Málsnúmer 202105050Vakta málsnúmer

Ákveðið hefur verið í samráði við SSNE að stefna á viðburðinn Ungt fólk og SSNE í október 2021.
Óskað er eftir að tilnefna tvö ungmenni á aldrinum 14-20 ára í stýrihóp sem fær það hlutverk að vinna að viðburðinum og verð ég {starfsmaður á Akureyri} þeim innan handar.
Ungmennaráð tilnefnir Magnús og Rebekku til að taka þátt.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Nefndarmenn
  • Daníel Rosazza aðalmaður
  • Magnús Rosazza formaður
  • Þröstur Ingvarsson varaformaður
  • Rebekka Ýr Davíðsdóttir aðalmaður
  • Hugi Baldvin Helgason varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar