Ungmennaráð

27. fundur 28. febrúar 2020 kl. 15:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Daníel Rosazza
  • Magnús Rosazza
  • Þröstur Ingvarsson
  • Þormar Ernir Guðmundsson
  • Rebekka Ýr Davíðsdóttir
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá

1.Verkefni fyrir ungt fólk í menningarhúsinu Bergi

Málsnúmer 202002072Vakta málsnúmer

Björk Hólm, forstöðumaður safna mætti á fundinn og sat undir þessum lið.
Farið var yfir verkefni sem tengjast ungu fólki sem fram fara í menningarhúsinu Bergi. Björk gerði grein fyrir ýmsum hugmyndum, s.s. að endurvekja menningarhátíð barna á haustin. Ungmennaráð mun fara í samstarf við húsið um tækni kaffi, þar sem fulltrúar ráðsins munu koma og kenna á snjalltæki og öpp. Ennig var rætt um mögulegar bíósýningar í Bergi.

2.Tómstundadagur í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201911041Vakta málsnúmer

Björk Hólm, forstöðumaður safna sat einnig undir þessum lið. Farið yfir stöðuna. Björk lýsti yfir áhuga á að söfnin og menningarhúsið myndu taka þátt í slíku verkefni.

Björk vék af fundinum kl. 15:50

3.Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði

Málsnúmer 202002023Vakta málsnúmer

Rætt um verkefnið ungt fólk og lýðræði sem fer fram 1.-3. mars á laugarvatni. Ungmennaráð mun ekki senda fulltrúa að þessu sinni.

4.Áhersluverkefni EYÞINGS 2019

Málsnúmer 201909103Vakta málsnúmer

Rebekka, Þröstur og Þormar fóru á viðburði á Húsavík ásamt fulltrúum annarra ungmennaráða á Eyþings svæðinu. Yfirskrift viðburðarins var "Ungt fólk á Norðurlandi Eystra". Næsta skref er að halda landsmót SSNE ásamt skemmtun og fræðslu. Verkefnið fékk styrk í tengslum við sóknaráætlun landshlutans.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Daníel Rosazza
  • Magnús Rosazza
  • Þröstur Ingvarsson
  • Þormar Ernir Guðmundsson
  • Rebekka Ýr Davíðsdóttir
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar