Ungmennaráð

24. fundur 25. október 2019 kl. 15:00 - 16:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Daníel Rosazza
  • Magnús Rosazza
  • Þröstur Ingvarsson
  • Þormar Ernir Guðmundsson
  • Rebekka Ýr Davíðsdóttir
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá

1.Hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201909099Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 19. september 2019. Þar hvetur sambandið sveitarfélög til þess að senda fulltrúa úr ungmennaráði sínu til skólaþingsins í föruneyti annarra fulltrúa sveitarfélagsins sem það sækja en skólaþing sveitarfélaga 2019 verður haldið á Grand hóteli mánudaginn 4. nóvember 2019.
Byggðaráð vísaði málinu til umfjöllunar hjá Ungmennaráði.
Ungmennaráð telur ekki þörf á að senda fulltrúa frá ráðinu, þar sem ráðið hefur nú þegar fengið tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri.

2.Áhersluverkefni EYÞINGS 2019

Málsnúmer 201909103Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir verkefni sem er í vinnslu sem á að skapa vettvang fyrir ungt fólk á Eyþings svæðinu til að ræða sameiginleg hagsmunamál og kynnast lífi hvers annars. Markmið verkefnisins er að skapa samheldni, tengslanet og umræður og valdefla ungt fólk á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Nefndarmenn
  • Daníel Rosazza
  • Magnús Rosazza
  • Þröstur Ingvarsson
  • Þormar Ernir Guðmundsson
  • Rebekka Ýr Davíðsdóttir
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar