Umhverfisráð

223. fundur 07. mars 2012 kl. 16:00 - 19:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Sophirða í tölum 2011

Málsnúmer 201203004Vakta málsnúmer

Kynntar voru magntölur fyrir árið 2011. Þar koma fram skipting á magni á milli dreifbýlis og þéttbýlis og einnig hvernig flokkun úrgangs hefur gengið.
Sviðstjóra falið að ræða við verktaka sem sinna sorphirðu um þá niðurstöðu sem framlögð samantekt sýndi.

2.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201203022Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram byggingarnefndarteikningar sem unnar eru af Klöpp Arkitektar - verkfræðingar ehf.Teikningarnar afhenti Þorsteinn Hólm Stefánsson.
&Framlagðar byggingarnefndarteikningar eru samþykktar og framkvæmda- og byggingarleyfi veitt.

3.Varðar aðgengismál í Sveitarfélaginu

Málsnúmer 201203023Vakta málsnúmer

Starfshópur á vegum Félagsmálaráðs Dalvíkurbyggðar hefur verið að skoða aðgengismál í sveitarfélaginu. Fram kemur í greinargerð hópsins að ýmsu er ábótavant og fylgir ítarlegur listi yfir þá staði sem athugunar er þörf.
Lagt fram til kynningar.

4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir Árskógarskóla og breytingar á húsnæðinu.

Málsnúmer 201203025Vakta málsnúmer

Lögð er fram byggingarnefndarteikning sem unnin er af Ágústi Hafsteinssyni, arkitekt. Um er að ræða stækkun hússinss sem felst í því að anddyri er byggt fyrir leikskóladeild að stærð um 50 m2 ásamt breytingum innanhúss. Í umsóninni fylgir greinargóð lýsing á fyrirhuguðum breytingum á húsnæðinu. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá vinnueftirliti og heilbrigðiseftirliti.
&Með vísan til 3. mgr. 44. greinar skv. skipu­lags­lögum nr. 123/2010, en þar segir: "Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda."

Að framansögðu er ekki talin ástæða til þess að fram fari grenndarkynning á þeim byggingaráforum sem byggingarnefndarteikningarnar fela í sér.

Vakin er athygli á aðkoma að skólahúsnæðinu er ófullnægjanleg, þar þarf að hugsa fyrir aðkomu skólarútu og öryggi barna vegna þess að opin leið er frá anddyri inná bílastæði. Einnig þyrfti að aðlaga landið betur að suðvesturhlið á milli anddyra þannig að engar tröppur yrðu að norður anddyri.

Framlögð byggingarnefndarteikning er samþykkt og er framkvæmda- og byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs