Umhverfisráð

244. fundur 16. október 2013 kl. 16:15 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Formaður
  • Haukur Gunnarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
  • Ingvar Kristinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Klængshóll, beiðni um umsögn vegna umsóknar um breytingu á rekstrarleyfi

Málsnúmer 201309131Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Akureyrir óskar eftir umsögn vegna breytinga á rekstraleyfi að Klængshóli í Skíðadal
Umhverfisráð frestar afgreiðslu umsagnar þar til fullnægjandi gögn berast.

2.Umsókn á tæknisviði - utanhúsklæðning

Málsnúmer 201309140Vakta málsnúmer

Fyrir hönd eigenda að Karlsrauðatorgi 19 á Dalvík óska Anna Þórey Hallgrímsdóttir kt. 251055-5569 eftir leyfi til að klæða húseignina að utan.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd og felur byggingarfulltrúa að veita umbeðið leyfi.

3.Gjaldskrár umhverfisráðs 2014

Málsnúmer 201309151Vakta málsnúmer

Gjaldskrár lagðar fram til staðfestingar umhverfisráðs.
Umhverfisráð samþykkir áorðnar breytingar.

4.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 201309133Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Umhverfisráð hefur kynnt sér málið og hvetur Dalvíkurbyggð til að taka þátt í umhverfis-og náttúruverndar málum í framtíðinni. Ráðið vill minna á að gera þarf ráð fyrir fjármunum til þessara mála.

5.Friðland Svarfdæla

Málsnúmer 201308007Vakta málsnúmer

Umbeðinn forgangsröðunarlisti frá Hjörleifi Hjartarssyni vegna erindis 201308007 fra 241. fundi umhverfisráðs þann 4. september 2013.
Umhverfisráð vísar til byggðarráð að ganga frá samstarfssamningi við Umhverfisstofnun um friðlandið og að fjármunum verði veitt til verkefna í friðlandinu.

6.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201310006Vakta málsnúmer

Fyrir hönd eigenda Ægisgötu 6, Dalvík óskar Fanney Hauksdóttir eftir byggingarleyfi fyrir smáhýsi á lóðinni.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og felur byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi.Guðný Karlsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

7.Umsókn vegna utanhús framkvæmda

Málsnúmer 201310017Vakta málsnúmer

Fyrir hönd eiganda Stórhólsvegar 3 óskar Eb ehf eftir leyfi til utanhúsklæðningar ofl.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og felur byggingarfulltrúa að veita leyfið.Björgvin Hjörleifsson vék af fundi undir þessum lið.

8.Breytingar á gjaldskrá heilbrigðiseftirlits

Málsnúmer 201310018Vakta málsnúmer

Breytt gjaldskrá heilbrigðiseftirlits norðurlands eystra lög fram til kynningar.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við breytta gjaldskrá.

9.Svæðisskipulag Eyjafjarðar, endalega afgreiðsla sveitarstjórnar til Skipulagsstofnunar

Málsnúmer 201310028Vakta málsnúmer

Endanleg útfærsla á svæðisskipulagi Eyjafjarðar lagt fram til staðfestingar.

Þrjár athugasemdir bárust við fyrirliggjandi tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar og voru þær teknar til afgreiðslu á 34. fundi svæðisskipulagsnefndar, sem haldinn var 9. september sl. Fyrir fundi umhverfisráðs liggur fundargerð nefndarinnar og tillaga hennar að svari og viðbrögðum við fyrrgreindum athugasemdum. Um er að ræða breytingar á skipulagsgögnum sem taldar eru upp í þrem töluliðum í fundargerðinni en öðrum athugasemdum er svarað samkvæmt afgreiðslu í athugasemdaskjali sem er fylgiskjal með fundargerðinni.

Umhverfisráð  leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framkomna tillögu að svæðisskipulagi Eyjafjarðar og veiti heimild til þess að senda það til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

10.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201310050Vakta málsnúmer

Innkomið erindi Ævars Bóassonar kt. 260587-3159 þar sem óskað er eftir byggingarleyfi á lóð úr landi Stærri-Árskógs.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við framlögð gögn, en byggingarleyfi verður veitt þegar fullnægjandi gögn berast.

11.Útboð á snjómokstri í Dalvíkurbyggð 2014-2016

Málsnúmer 201310054Vakta málsnúmer

Útboðsgögn vegna snjómoksturs lög fram til kynningar.
Umhverfisráð kom með nokkrar ábendingar um leiðréttingar á útboðsgögnum, en að öðru leyti fagnar ráðið framlögðum gögnum.Björgvin Hjörleifsson og Guðný Karlsdóttir viku af fundi undir þessum lið.

12.Innrétting á risi og bygging þakkvista

Málsnúmer 201310078Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Unna E. Hafstað Ármannsdóttur kt. 220275-5669 óskar Kristján Eldjárn Hjartarsson kt. 100956-3309 eftir framkvæmdaleyfi að Böggvisstöðum samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina, en getur ekki veitt framkvæmdarleyfi fyrr en ítarlegri gögn berast.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Formaður
  • Haukur Gunnarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
  • Ingvar Kristinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs